Landsbankinn sendir skilanefndinni svar í dag eða á morgun

Landsbankinn.
Landsbankinn. Árni Sæberg

Fram kom á fundi viðskiptanefndar með fulltrúum Nýja Landsbankans í morgun að bankinn muni annaðhvort senda frá sér svar til skilanefndar Landsbankans um hvernig verður staðið í skilum á 53 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í tengslum við skuldabréf sem gefið var út við aðskilnað bankanna.

Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu undanfarið þá hafa slitanefnd gamla bankans lýst formlega yfir áhyggjum af misræmi í gjaldeyrisflæði Nýja Landsbankans. Áhyggjurnar felast í því að skilanefndin telur að öllu óbreyttu hugsanlegt að Nýi Landsbankinn geti aðeins greitt 229 milljarða af 282 í erlendum gjaldeyri. Viðskiptanefnd Alþingis fundaði vegna málsins í morgun með fulltrúum skilanefndarinnar, Bankasýslu ríkisins auk fulltrúum Nýja Landsbankans.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK