Lánshæfismat 7 danskra banka lækkar

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat sjö af stærstu bönkum Danmerkur. Lækka einkunnir bankana bæði fyrir langtímaskuldbindingar og fyrir fjárhagslegan styrk.

Um er að ræða bankana Nordea, Danske Bank, Jyske Bank, Sydbank, Spar Nord Bank, Ringkjøbing Landbobank og færeyska bankann BankNordik, sem í gær keypti rekstur Amagerbankans.  

Einkunn Nordea Bank AB er Aa2 en Nordea Danmark lækkar úr Aa2 í Aa3. Einkunn bankans fyrir fjárhagslegan styrk er óbreytt en horfum er breytt úr stöðugum í neikvæðar.  

Einkunn Danske Bank og Jyske Banks fyrir langtímaskuldbindingar lækkar úr A1 í A2. Einkunn BankNordik lækkar úr Baa1 í Baa2.

Moody's hóf að endurmeta lánshæfiseinkunnir danskra banka í febrúar eftir að Amagerbankinn varð gjaldþrota en þá varð ljóst, að dönsk stjórnvöld voru tilbúin til að láta tap vegna fjármagnskreppunnar lenda að hluta á fjárfestum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK