Vísitölur og evran á niðurleið

Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu hafa haldið áfram að lækka í morgun á sama tíma og evran hefur lækkað vegna ótta fjárfesta um greiðslufall gríska ríkisins.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi í morgun að draga úr ótta fjárfesta vegna ástandsins á evru-svæðinu og segir hún að evru-ríkin sautján standi þétt saman.

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, varaði við viðvarandi efnahagslægð í heiminum þar til búið verði að leysa skuldavanda evru-ríkjanna. 

Þrátt fyrir lækkun í morgun er hún mun minni heldur en í gær en í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 1,61%, í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,63%, DAX hefur lækkað um 0,20% í Frankfurt og í Madríd og Mílanó hafa hlutabréf lækkað lítillega í verði.

Franski bankinn BNP Paribas, sem á mikið undir ítalska ríkinu, lækkaði fyrst í morgun um 10% en heldur hefur dregið úr lækkuninni og nemur hún nú 3,64%.

Aftur á móti hafa hlutabréf í Societe Generale hækkað um rúm 4% eftir talsverða lækkun í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK