Fallið heldur áfram

Verðbréfamiðlarar brosa ekki mikið í dag
Verðbréfamiðlarar brosa ekki mikið í dag Reuters

Ekkert lát er á verðlækkun hlutabréfa í Evrópu í dag og stefnir allt í mikla lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti hefjast þar.  Í Þýskalandi hefur DAX hlutabréfavísitalan lækkað um rúm 6% og sú ítalska hefur lækkað um rúm 7%.

Lækkunin í dag er rakin til ákvörðunar forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, um að niðurskurðaráætlun í ríkisfjármálum gríska ríkisins yrði send í þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þetta í tengslum við þær aðgerðir sem leiðtogar evruríkjanna náðu samkomulagi um miðja síðustu viku til stuðnings fjármálamörkuðum meðal annars  að skuldabréf gríska ríkisins yrðu færð niður um helming.

Hlutabréf stærsta banka Ítalíu, UniCredit hafa lækkað um 11,62% og Intesa Sanpaolo hefur lækkað um 14,41%. Banca Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 8,16%.

Á sama tíma hefur álagið á ítölsk og frönsk ríkisskuldabréf til tíu ára hækkað verulega.

Spænska hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 5,14% og svissnesk hlutabréf hafa lækkað um 3,5%. Svissnesku bankarnir hafa ekki farið varhluta af lækkun dagsins en hlutabréf Credit Suisse hafa lækkað um 9,69%, UBS um 5,62% og Julius Baer hefur lækkað um 5,25%. Jafnframt hafa svissnesku tryggingarfélögin lækkað mikið í verði.

DAX vísitalan
DAX vísitalan Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK