Engin formleg tilboð hafa komið í lánasafn Dróma

Arion banki hefur sýnt lánasafni Dróma áhuga, en engin tilboð …
Arion banki hefur sýnt lánasafni Dróma áhuga, en engin tilboð hafa komið. mbl.is/Ómar

Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka segir það rétt að aldrei hafi neitt erindi eða kauptilboð komið frá þeim til Dróma vegna lánasafnsins sem það fyrirtæki er með.

Hlynur Jónsson, stjórnarformaður Dróma, fullyrðir í grein í Morgunblaðinu í gær að Drómi hafi aldrei fengið tilboð frá bankanum og tekur Haraldur undir það en annað hefur verið gefið í skyn í fjölmiðlum.

„Það er alveg rétt,“ segir Haraldur í Morgunblaðinu í dag. „Við vísum bara í þær óformlegu viðræður sem áttu sér stað við þá á sínum tíma. Við nefnum hins vegar aldrei í okkar svörum að við höfum verið að ræða við stjórnvöld um kaup á safninu heldur að við höfum rætt við stjórnvöld um þessa óvenjulegu uppsetningu og ýmislegt sem tengist þessum málum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka