Ótti er innan bankanna um áhrif nýju laganna

Talsmenn bankanna hafa áhyggjur af langtímaáhrifum kvótafrumvarpsins.
Talsmenn bankanna hafa áhyggjur af langtímaáhrifum kvótafrumvarpsins. mbl.is/RAX

Útlán stærstu bank­anna þriggja til sjáv­ar­út­vegs­ins eru hátt í 300 millj­arðar króna og því ligg­ur mikið við að rekst­ur hans gangi vel.

Fyr­ir Alþingi ligg­ur nýtt frum­varp um stjórn­un sjáv­ar­út­vegs þar sem m.a. er gert ráð fyr­ir veiðigjaldi á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem veiða meira en 100 tonn sem geti orðið um 70% af EBIT­DU fyr­ir­tækj­anna eft­ir að ár­gjaldið hef­ur verið dregið af henni.

Þegar rætt er við full­trúa bank­anna segj­ast þeir all­ir vera með það í skoðun hvaða áhrif þessi gjald­taka muni hafa.

Eins og sjá má í áhættu­skýrslu Íslands­banka fyr­ir árið 2011 eru tæp 13% út­lána bank­ans til sjáv­ar­út­vegs­ins eða um 70 millj­arðar ís­lenskra króna.

Guðný Helga Her­berts­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi bank­ans, seg­ir að ljóst sé að áhrif­in af frum­varp­inu séu marg­brot­in og því muni taka tíma að yf­ir­fara þau út frá hverj­um lán­taka.

Lands­bank­inn er lang­stærst­ur í út­lán­um til sjáv­ar­út­vegs­ins með um 135 millj­arða í út­lán­um til hans en það eru um 20% af út­lán­um bank­ans. „Lands­bank­inn á sér langa sögu og rek­ur mörg úti­bú úti á landi þannig að við höf­um alltaf haft sterk tengsl við sjáv­ar­út­veg­inn,“ seg­ir Kristján Kristjáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi bank­ans. „Það er ljóst að mikið er und­ir en við erum að setj­ast yfir frum­varpið og það er of snemmt að full­yrða eitt­hvað um áhrif­in.“

Har­ald­ur Guðni Eiðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Ari­on banka, hef­ur svipaða sögu að segja og seg­ir hann aðeins að þetta sé í skoðun. Hjá Ari­on banka er ekki hægt að fá ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um hversu mik­il út­lán­in eru til sjáv­ar­út­vegs­ins en tæp­ir 62 millj­arðar, eða 11,1% út­lán­anna, eru til þess sem kallað er skóg­rækt, land­búnaður og sjáv­ar­út­veg­ur. Ætla má að þar sé stærst­ur hlut­inn, eða 70-80%, til sjáv­ar­út­vegs­ins sem eru þá 43-50 millj­arðar. Sam­an­lagt eru þá út­lán­in til sjáv­ar­út­vegs­ins hjá bönk­un­um þrem­ur hátt í 300 millj­arðar króna.

Gæti fellt veiku fyr­ir­tæk­in

Fæst­ir viðmæl­enda í bönk­un­um telja að til fjölda­gjaldþrota komi ef frum­varpið verður samþykkt óbreytt eða að höggið á bank­ana verði veru­legt. Í það minnsta fyrst um sinn. En menn eru samt sem áður mjög hik­andi og ótt­ast lang­tíma­áhrif lag­anna á at­vinnu­grein­ina, verði þau samþykkt.

Fyrr í vik­unni lýsti Friðrik Soph­us­son, stjórn­ar­formaður Íslands­banka, því yfir að breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu hefðu slæm áhrif á fjár­fest­ing­ar fyr­ir­tækja og að veru­leg­ar breyt­ing­ar á kerf­inu myndu draga úr arðsemi fyr­ir­tækj­anna. Flest­ir horfa til þess að til langs tíma muni þetta hafa mjög slæm áhrif á sjáv­ar­út­veg­inn.

En skamm­tíma­áhrif­in verða að flestra mati þau að verr settu fyr­ir­tæk­in sem þegar hafa farið í gegn­um end­ur­skipu­lagn­ingu munu þurfa slíkt aft­ur enda búið að laska rekstr­ar­grund­völl þeirra nokkuð.

Ýmsir benda þó á það að ef litið er fram­hjá veiðileyf­a­gjald­inu, þá sé margt í frum­varp­inu betra en var í því frum­varpi sem lagt var fram í fyrra. Bæði Lands­bank­inn og Ari­on banki gerðu ít­ar­leg­ar skýrsl­ur um það frum­varp og vöruðu al­var­lega við því og áhrif­um þess. Í nýja frum­varp­inu er ekki búið að taka fyr­ir óbeina veðsetn­ingu eins og var gert í fyrra frum­varp­inu og ekki er búið að banna að kvóti sé áfram­seld­ur. En þar ork­ar samt enn þá margt tví­mæl­is að mati fólks í bönk­un­um.

Útlán til sjáv­ar­út­vegs

» Lands­bank­inn er með út­lán upp á 135 millj­arða til sjáv­ar­út­vegs­ins eða um 20% út­lána sinna
» Íslands­banki er með 70 millj­arða eða tæp 13%
» Ari­on banki er lík­lega með á bil­inu 43-50 millj­arða

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK