Endurbótatillögur samþykktar á Ítalíu

Mario Monti
Mario Monti AFP

Ítalska þingið samþykkti fyrir stuttu umdeildar endurbótatillögur fyrir vinnumarkaðinn þarlendis. Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, hafði lagt mikla áherslu á að lögin færu í gegn fyrir fund leiðtoga Evrópusambandsríkjanna sem hefst á morgun til að geta sýnt fram á að Ítalía sé að gera sitt til að komast hjá því að þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og nágrannaríkin Spánn og Grikkland.

Nýju endurbótatillögurnar, sem taka mið af danska „sveigju-öryggis módelinu“ (e. flexicurity), eiga að örva fyrirtæki til að ráða nýtt starfsfólk, en einnig að gera þeim auðveldara fyrir að segja upp fólki ef til koma efnahagsþrengingar. Gert er ráð fyrir að þetta muni hjálpa til við að minnka atvinnuleysi meðal ungs fólks, en Ítalía glímir við mikið atvinnuleysi hjá þeim aldurshópi.

Efasemdaraddir heyrast þó frá mörgum hagfræðingum sem segja að frumvarpið hafi útvatnast of mikið eftir að tekið var tillit til álitsgjafar frá stéttarfélögum, stjórnmálaflokkum og atvinnuveitendum

Frumvarpið var samþykkt með 393 atkvæðum gegn 74 og því um góðan sigur fyrir Monti að ræða, en hann þurfti að reiða sig á stuðning frá nokkuð breiðri samstöðu flokka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK