Kaupir enn ekki skuldabréf

Mario Draghi
Mario Draghi AFP

Evrópski seðlabankinn hefur ekki enn byrjað að kaupa aftur ríkisskuldabréf frá evruríkjunum eins og búist var við. Eftir ræðu Marios Draghi í síðustu viku þess efnis að bankinn „væri tilbúinn að gera hvað sem er til að vernda evruna“ hafði verið búist við því að tekin yrði aftur upp sú stefna að kaupa ríkisskuldabréf á hagstæðum vaxtakjörum og styðja við evrulönd í fjárhagsvandræðum. Samkvæmt gögnum yfir síðustu viku keypti seðlabankinn ekki nein skuldabréf. 

Eftir fyrrnefnda ræðu Draghis tóku markaðir í Evrópu töluvert við sér og lækkaði vaxtakrafa á spænsk og ítölsk skuldabréf nokkuð auk þess sem hlutabréf fóru hækkandi um alla álfuna. Næsta fimmtudag mun bankinn halda mánaðarlegan fund og er búist við að Draghi muni þá kynna áform um að byrja aftur að kaupa skuldabréf evruríkjanna eftir að hafa ekki gert slíkt síðustu 20 vikurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK