Atvinnuleysi aldrei meira í evrulöndum

Atvinnulausir mótmæla í Portúgal
Atvinnulausir mótmæla í Portúgal AFP

Meðalatvinnuleysi í evrulöndunum mældist 11,2% í júní og hefur aldrei verið meira síðan mælingar hófust 1995 að því er fram kemur í tölum Eurostat. Fjölgaði atvinnulausum um 123 þúsund frá fyrri mánuði eða um 0,1% og eru nú 17,8 milljónir án atvinnu á evrusvæðinu. Kemur fram í frétt Wall Street Journal að þessi þróun sé að grafa undan kaupmætti heimilanna; það dragi svo í framhaldinu úr smásölu og sé þannig vítahringur samdráttar.

Þróun atvinnuleysis hefur verið niður á við í flestum evrulöndum síðustu mánuðina, en mishratt þó. Á Spáni er t.d. um fjórðungur atvinnulaus en 6,8% eru án atvinnu í Þýskalandi. Hefur síðustu mánuði fjölgað örlítið á skrá yfir atvinnulausa þar, en ekkert í samanburði við önnur lönd sunnar í álfunni. Mettölur þessa mánaðar bætast við mettölur frá síðasta mánuði, en það virðist ganga hægt að snúa efnahagnum við og fjölga störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK