Vill skoða sameiningu Landsbankans og ÍLS

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir að skoða þurfi í fullri …
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir að skoða þurfi í fullri alvöru að sameina Landsbankann og Íbúðalánasjóð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það þarf að skoða það í fullri al­vöru að sam­eina Íbúðalána­sjóð og Lands­bank­ann, eða setja slita­stjórn yfir Íbúðalána­sjóð. Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, alþing­ismaður og vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is. Guðlaug­ur seg­ir sjóðinn vera eins og op­inn krana og nú þegar sé búið að setja yfir 40 millj­arða í hann. Seg­ir hann að lík­lega þurfi að setja tugi millj­arða inn í sjóðinn til viðbót­ar ef ekki komi til neinna breyt­inga.

„Sú fé­lags­lega aðstoð sem góð sátt er um að veita, við þurf­um að veita hana með  öðrum hætti en að vera í áhættu­söm­um banka­rekstri,“ seg­ir Guðlaug­ur, en hann seg­ir að með þátt­töku Íslands í evr­ópska efna­hags­svæðinu sé okk­ur þröng­ur stakk­ur bú­inn til að vera með rík­is­rek­inn hús­næðis­banka.

Bleiki fíll­inn í rík­is­fjár­mál­um

Í morg­un fór Fjár­mála­eft­ir­litið yfir stöðu Íbúðalána­sjóðs á fundi fjár­laga­nefnd­ar. Guðlaug­ur seg­ir Íbúðalána­sjóð vera bleika fíl­inn í rík­is­fjár­mál­um sem ekki sé tekið á. „Það þarf að skrúfa fyr­ir greiðslur skatt­greiðenda til Íbúðalána­sjóðs og þetta er mjög blóðugt meðan við reyn­um að skrapa sam­an hverri krónu til að minnka sparnaðinn í heil­brigðis­kerf­inu,“ seg­ir Guðlaug­ur og bæt­ir við að alltaf sé verið að tala um smá­ar upp­hæðir í sam­an­b­urði við Íbúðalána­sjóðs þegar komi að hagræðing­ar­hug­mynd­um.

Guðlaugur Þór segir að gera megi ráð fyrir að leggja …
Guðlaug­ur Þór seg­ir að gera megi ráð fyr­ir að leggja þurfi Íbúðalána­sjóði til tugi millj­arða á næstu árum. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK