A330neo til höfuðs Boeing 787

Mikið er um dýrðir þessa dagana fyrir flugáhugamenn í bænum Farnborough á Suður-Englandi en þar fer fram söluráðstefna allra helstu flugvélaframleiðenda heims, Farnborough International. Ráðstefnan hófst í dag og hafa hafa tilkomumiklar flugsýningar farið fram í háloftunum.

Á söluráðstefnunni kynna framleiðendur nýjungar í framleiðslu sinni og fréttir berast af handsöluðum sölusamningum um fjölda véla fyrir hundruð milljarða. Til að mynda kynnti evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus nýja útgáfu af A330 farþega þotu sinni sem nefnist A330neo. Á hún að vera mun hagkvæmari fyrir flugfélög en fyrirrennarinn og er sett til höfuðs Boeing 787.

Meðal þeirra sem kynntu sér það nýjasta í fluggeiranum í dag var David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem til dæmis kynnti sér stjórnklefann í A350 XWB, nýjustu afurð Airbus.

Hér má skoða myndasyrpu frá Farnborough

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK