Þjónusta Uber svínvirkar

Notendur Uber láta vel af þjónustunni.
Notendur Uber láta vel af þjónustunni. Sverrir Vilhelmsson

Skipt­ar skoðanir eru um ágæti leigu­bílaþjón­ust­unn­ar Uber sem lauk á dög­un­um að safna næg­um und­ir­skrift­um til þess geta hafið starf­semi hér á landi. Mbl.is ræddi við nokkra sem hafa reynslu af þjón­ust­unni.

Erla Ósk Ásgeirs­dótt­ir notaði þjón­ust­una tölu­vert á meðan hún bjó í New York í haust og seg­ir aðferðarfræði fyr­ir­tæk­is­ins frá­bæra. Hún seg­ir það stór­an kost að geta séð í Uber app­inu hvar næsti bíll sé staðsett­ur og fylgst ná­kvæm­lega með hversu langt sé í hann, auk þess sem hægt sé að fylgj­ast með bíln­um á leiðinni. Ann­an kost seg­ir hún vera að hægt sé að ganga frá greiðslunni í gegn­um appið.

Verðið ræðst af eft­ir­spurn

Aðspurð hvort hún hafi lent í ein­hverj­um vand­ræðum með þjón­ust­una seg­ir hún svo ekki vera. „Stund­um valdi ég þó að taka hefðbund­inn leigu­bíl vegna þess að verðið hjá Uber hafði hækkað vegna auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar. Verðið ræðst að fram­boði og eft­ir­spurn bíla og get­ur því hækkað og lækkað,“ seg­ir hún. „Ef verðið er hátt er hægt að fylgj­ast með verðbreyt­ing­um í app­inu og fá upp­lýs­ing­ar þegar verðið lækk­ar og panta þá bíl á viðráðan­legu verði,“ seg­ir Erla.

Þá seg­ist hún ekki hafa upp­lifað óör­yggi um borð í bíl­un­um né held­ur hafi hún orðið vör við van­traust annarra gagn­vart þjón­ust­unni. „Bíl­arn­ir eru merkt­ir og hægt er að fylgj­ast með þeim í app­inu. Síðan geta farþegar gefið bíl­stjór­un­um ein­kunn og bíl­stjór­ar geta einnig gefið farþeg­un­um ein­kunn á móti. Þannig er hægt að sneiða hjá bíl­stjór­um með lé­lega ein­kunn,“ seg­ir hún og bæt­ir við að þjón­ust­an lík­ist helst Tripa­dvisor í ferðageir­an­um. Aðspurð hvort hún telji þjón­ust­una eiga er­indi til Íslend­inga seg­ir hún: „Ekki spurn­ing. Því meiri sam­keppni, því betra. Svo eru kost­ir Uber ótví­ræðir vegna upp­lýs­ing­anna sem er að finna í app­inu og hins ný­stár­lega greiðslu­máta sem hent­ar snjallsíma­eig­end­um vel,“ seg­ir Erla.

Tekn­ir úr um­ferð ef ein­kunn­in er lé­leg

Al­ex­and­er Freyr Ein­ars­son notaði þjón­ust­una óspart þegar hann var í hag­fræðinámi í Banda­ríkj­un­um. Hann seg­ir Uber vera skil­virka og þægi­lega leið þar sem þú ein­fald­lega pant­ar bíl í gegn­um appið. Þá veistu nafn og staðsetn­ingu bíl­stjór­ans. „Þetta gekk mjög fljótt fyr­ir sig og bíl­stjór­arn­ir voru með ein­dæm­um kurt­eis­ir og al­menni­leg­ir,“ seg­ir hann. Líkt og Erla, seg­ir hann bíl­stjór­ana treysta á ein­kunna­gjöf­ina. „Málið er að bíl­stjór­arn­ir fá ein­kunn, stjörn­ur, og ef þeir lenda und­ir fjór­um stjörn­um eða fjór­um og hálfri af fimm tek­ur fyr­ir­tækið þá úr um­ferð,“ seg­ir hann. „Þeir hafa því mik­inn hvata til að standa sig vel og gera það svo sann­ar­lega, ann­ars missa þeir ein­fald­lega starfið. Þetta kerfi svín­virk­ar,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hon­um finn­ist sem eng­inn slík­ur hvati sé til staðar hjá ís­lensk­um leigu­bíl­stjór­um.

Hann seg­ir þetta ör­ugg­an ferðamáta og bend­ir á að fyr­ir­tækið sjái til þess að bíl­stjór­arn­ir séu hæf­ir og al­menni­leg­ir. „Þetta var mun nær því að vera með sinn eig­in einka­bíl­stjóra held­ur en að vera að taka leigu­bíl,“ seg­ir hann. Eina gall­ann seg­ir hann mögu­lega hafa verið að bíl­stjór­arn­ir hafi ekki alltaf verið með staðsetn­ing­ar á hreinu og þar sem hann var í Kali­forn­íu hafi þeir stund­um verið að koma frá bæj­um sem voru í tutt­ugu til þrjá­tíu mín­útna fjar­lægð.

Get­ur hætt við ferðina

Al­ex­and­er tel­ur ís­lenska neyt­end­ur vera komna með nóg af því okr­inu sem á sér stað á ís­lensk­um leigu­bíla­markaði. „Þess vegna eru síður eins og Face­book hóp­ur­inn „Skutl­ar­ar“ svona vin­sæl­ar,“ seg­ir hann. „Það er al­veg ástæða fyr­ir því að fyr­ir­tæk­inu geng­ur svona svaka­lega vel, það er al­ger vönt­un á þessa þjón­ustu og hún er góð,“ seg­ir Al­ex­and­er.

Jón Axel Svavars­son, sem notaði þjón­ust­una í Prag í Tékklandi og Vín í Aust­ur­ríki, bend­ir á að viðskipta­vin­ir geti hætt við ferðina eft­ir að hafa fengið upp­lýs­ing­ar um bíl­stjór­ann, lít­ist þeim ekki á blik­una. Hann seg­ist ekki hafa lent í nein­um vand­ræðum með þjón­ust­una og voru þetta einu leigu­bíl­arn­ir sem hann notaði í Prag. „Allt gekk eins og sviss­neskt úr,“ seg­ir hann. Þá seg­ir hann að bíl­stjór­arn­ir hjá hót­el­inu í Prag hafi ekki hrifn­ir af Uber „en mig grun­ar að það sé vegna þess að Uber var u.þ.b. þris­var sinn­um ódýr­ari en þeir. Og í flest­um til­fell­um með flott­ari bíla,“ seg­ir hann.

Ástgeir Þor­steins­son, formaður bif­reiðastjóra­fé­lags­ins Frama, sagði í gær í sam­tali við mbl.is að auk­in glæp­a­starf­semi ásamt svindli á farþegum gæti fylgt leigu­bílaþjón­ust­unni, komi hún til lands­ins. „Hver ætl­ar að fylgj­ast með þegar Pét­ur og Páll eru að sjá um akst­ur­inn?“ spurði hann. Magnús Sig­ur­björns­son, sem notaði þjón­ust­una í Tékklandi á dög­un­um, seg­ir ein­kunna­gjöf farþeg­ans vera líflínu bíl­stjór­anna. „Leigu­bíl­stjór­ar sem reyna að bjóða manni upp á fíkni­efni eða gera sig lík­lega til kyn­ferðis­legs áreit­is munu lík­lega ekki fá góða ein­kunn frá farþeg­an­um og þá úti­lok­ar Uber þá bíl­stjóra úr kerf­inu,“ seg­ir hann.

Ekki gert ráð fyr­ir þjón­ust­unni í lög­um

Upp­lýs­inga­full­trúi Sam­göngu­stofu, Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir, sagði í gær í sam­tali við mbl.is að ekki væri gert ráð fyr­ir þjón­ustu sem Uber sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um um leigu­bif­reiðar. „Lög­in snú­ast um leyf­is­skyld­an at­vinnuakst­ur þar sem bæði leigu­bíla­stöð og bíl­stjóri þurfa að upp­fylla til­tek­in skil­yrði og hafa fengið út­hlutuðu leyfi,“ sagði hún

Til þess að aðlaga þjón­ust­una að ís­lensk­um lög­um þyrftu for­svars­menn Uber að fá leyfi sem leigu­bif­reiðastöð og all­ir bíl­stjór­ar þjón­ust­unn­ar að fá út­hlutað leyfi til leigu­bif­reiðaakst­urs.

Formaður bifreiðstjórafélagsins Frama telur Uber vera óöruggan ferðamáta.
Formaður bif­reiðstjóra­fé­lags­ins Frama tel­ur Uber vera óör­ugg­an ferðamáta. Jim Smart
Hægt er að panta bíl í gegnum Uber appið og …
Hægt er að panta bíl í gegn­um Uber appið og fylgj­ast með hon­um á leiðinni. AFP
Uber þjónustan er til staðar á öllum Norðurlöndunum utan Íslands.
Uber þjón­ust­an er til staðar á öll­um Norður­lönd­un­um utan Íslands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK