1% mannkyns á um 50% allra auðæfa

AFP

1% mannkyns mun fljótlega verða ríkara en allir aðrir jarðarbúar samanlagt. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu samtakanna Oxfam.

1% jarðarbúa á nú um 48% allra auðæva heimsins samanborið við 44% árið 2009. Spáir Oxfam því að árið 2016 muni þessi fámenni en auðugi þjóðfélagshópur eiga yfir 50% af öllum auðæfum jarðarbúa.

Rannsóknin kemur út nú þegar Alþjóðaefnahagsþingið, World Economic Forum, sem ferð að hefjast í Davos í Sviss. Til þingsins mæta stjórnmálamenn og leiðtogar í viðskiptalífinu.

Framkvæmdastjóri Oxfam, Winnie Byanyima, er meðal þeirra sem eru í forsæti þingsins í ár. Hún segir að Oxfam ætli að nýta sér þingið til að þrýsta á aðgerðir til að jafna þá gjá sem er sífellt að aukast milli hinna ríkustu og fátækustu í heiminum. 

Sjá frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK