Óvissa um fjármögnun leiðréttingarinnar

S&P segir óvissu ríkja um fjármögnun leiðréttingarinnar.
S&P segir óvissu ríkja um fjármögnun leiðréttingarinnar. mbl.is/Ómar

Að mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's (S&P) ríkir nokkur óvissa um fjármögnun leiðréttingarinnar svokölluðu.

Þetta segir í skýrslu alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's, þar sem BBB-mínus lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er staðfest.

Heildarfjárhæð aðgerðanna nemur um 160 milljörðum króna og er helmingur þess fjármagnaður beint úr ríkissjóði með bankaskattinum á þrotabú gömlu viðskiptabankanna. Í skýrslunni segir að kröfuhafar þeirra gætu mótmælt skattinum fyrir dómi og það myndi leiða til þess að fjármögnun aðgerðarinnar myndi bregðast að hluta. 

Í skýrslunni er þá einnig rakið að það muni taka nokkur ár að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi að fullu en áhrif þeirrar aðgerðar á stöðugleika í efnahagsmálum er talin hafa úrslitaáhrif um þróun lánshæfis Íslands.

Því til stuðnings segir að krónueignir útlendinga innan hafta nemi um 39% af vergri landsframleiðslu, auk þess sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætli að þörf lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila fyrir áhættudreifingu í erlendum eignum nemi 20% til 45% af landsframleiðslu. Því sé ljóst að væntanlegt útflæði fjármagns sé samanlagt langt umfram gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem nemi um 24% af landsframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK