Bjarni: Greiðum ekki fyrir gögn með ferðatöskum af seðlum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir það ekki koma til greina að greiða fyrir gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis með ferðatöskum af seðlum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Skattyf­ir­völd­um hér á landi hefur verið boðin til kaups gögn um meint skattsvik fjölda Íslendinga í skattaskjólum. Fram hefur komið að fjármálaráðuneytið hafi heimilað kaup á slíkum gögnum fyrir sitt leyti en skattrannsóknarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um slíkt.

„Mér hefur þótt þetta mál vera að þvælast hjá embættinu alltof lengi og að ekki hafi allt staðist sem þaðan hefur komið,“ segir Bjarni við RÚV. „Eins og til dæmis þegar embættið færir þær upplýsingar í ráðuneytið að gögnin standi til boða fyrir tiltekna hlutfallsfjárhæð af innheimtum skatttekjum sem myndi leiða af upplýsingunum. En eitthvað allt annað kemur í ljós síðar. Og auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“

Frétt mbl.is: Snýst meðal annars um siðferði

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka