Kaupir fyrir 35 milljónir í Össuri

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hefur keypt 80.972 hluti í félaginu á genginu 21,31 dönsk króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar á föstudag. Verðmæti viðskiptanna nemur tæplega 35 milljónum íslenskra króna.

Gengi hlutabréfa Össurar var 21 dönsk króna í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í lok viðskiptadags á föstudag.

Jón á eftir viðskiptin 529.806 hluti í félaginu sem eru að verðmæti rúmlega 226 milljónir íslenskra króna, ef miðað er við gengi félagsins á föstudag. Eftir fyrrgreind kaup á Jón kauprétt á allt að 1.250.000 hlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka