Má bjóða þér smálán með bókinni?

Smálán eru veitt hjá Smálánum og Kredia en fyrirtækin hafa …
Smálán eru veitt hjá Smálánum og Kredia en fyrirtækin hafa nú hafið sölu rafbóka einnig. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tvær raf­bæk­ur hjá Kredia eða Smá­lán­um kosta 5.500 krón­ur og eft­ir að þær hafa verið keypt­ar er hægt að fá 20 þúsund í smá­lán til 30 daga. Bóka­kaup eru nú skil­yrði smá­lána hjá fyr­ir­tækj­un­um en um­deilt flýtigjald er horfið úr verðskrá. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag hafa smá­lána­fyr­ir­tæk­in Smá­lán ehf. og Kredia ehf. breytt starf­semi sinni og tekið til við sölu raf­bóka sam­hliða lána­starf­semi. Ekki er hægt að taka smá­lán án þess að kaupa raf­bók fyrst.

2 bæk­ur = 20 þúsund í smá­lán

Miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem þjón­ustu­ver Smá­lán og Kredia veita þá er hag­stæðast að kaupa tvær bæk­ur. Hver keypt bók kost­ar fullu verði 3.450 krón­ur en ef keypt­ar eru fleiri bæk­ur er veitt­ur af­slátt­ur.

At­hygli vek­ur þó að af­slátt­ur­inn er ekki meiri eft­ir því sem fleiri bæk­ur eru keypt­ar, held­ur er hlut­falls­lega mest­ur af­slátt­ur veitt­ur ef keypt­ar eru tvær bæk­ur. Tvær bæk­ur veita heim­ild til töku 20 þúsund króna smá­láns. 

Tvær raf­bæk­ur hjá annað hvort Smá­lán­um eða Kredia kosta fullu verði 6.900 krón­ur en viðskipta­vin­ur greiðir aðeins 5.500 krón­ur. Upp­hæðin er ein­mitt ná­kvæm­lega sú sama og upp­hæð svo­kallað flýtigjalds.

Flýtigjaldið sem lagt hef­ur verið á smá­lán­in hef­ur ít­rekað verið úr­sk­urðað brjóta í bága við lög og neyt­endalán, sem smá­lána­fyr­ir­tækj­um er skylt að starfa eft­ir. Neyt­enda­stofa sagði í úr­sk­urði í júní í fyrra að smá­lána­fyr­ir­tækj­um væri ekki heim­ilt að und­an­skilja kostnað vegna flýtigjalds þegar ár­leg hlut­fallstala kostnaðar við smá­lán er reiknuð.  Áfrýj­un­ar­nefnd neyt­enda­mála staðfesti þann úr­sk­urð í nóv­em­ber síðastliðnum gagn­gvart Kredia og Smá­lán­um og staðfesti sams kon­ar úr­sk­urð gagn­vart Hraðpen­ing­um, 1909 og Múla í janú­ar.

Sök­um þess að Smá­lán og Kredia neituðu að hlíta þess­um ákvörðunum lagði Neyt­enda­stofa dag­sekt­ir á þessi tvö fyr­ir­tæki, sem bæði eru sögð í eigu fjár­fest­is­ins Mario Meg­ela. Smá­lán og Kredia hafa áfrýjað álagn­ingu dag­sekt­anna og enn er ekki kom­in niðurstaða út úr því máli. Ekki var tal­in ástæða til að beita hin smá­lána­fyr­ir­tæk­in, þ.e. Hraðpen­inga, 1909 og Múla dag­sekt­um þar sem Neyt­enda­stofa tel­ur ekk­ert benda til ann­ars en að þau ætli að fara að úr­sk­urði um að ekki megi und­an­skilja kostnað vegna flýtigjalds í ár­legri hlut­fallstölu kostnaðar. 

Neyt­enda­stofa hyggst skoða raf­bóka­væðingu smá­lána

Fjár­hæðir smá­lána hafa jafn­an verið 20 þúsund krón­ur hvert. Með þess­ari nýju út­færslu Smá­lána og Kredia er í raun um ná­kvæm­lega sömu upp­hæðir að ræða, þ.e. til að fá lán upp á 20 þúsund er viðskipta­vin­um gert að greiða 5.500 króna gjald. Lög­mæti flýtigjalds­ins hef­ur verið dregið í efa en nú er ekk­ert til leng­ur hjá Smá­lán­um og Kredia sem heit­ir flýtigjald.

Þegar blaðamaður hafði sam­band við Neyt­enda­stofu í dag hafði starfs­fólk ekki heyrt af þess­ari breyt­ingu á starf­semi Smá­lána og Kredia. Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust að Neyt­enda­stofa hygðist fara yfir það hvort ástæða sé til þess að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tækj­un­um vegna breyt­ing­anna. Telji Neyt­enda­stofa ástæðu til verði kallað eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um.

Raf­bæk­ur í stað flýtigjalds

Skil­mál­um Smá­lána og Kredia, sem áður hétu "Skil­mál­ar fyr­ir smá­láni," hef­ur verið breytt þannig að nú eru þeir í tvennu lagi. Yf­ir­heitið er "Al­menn­ir skil­mál­ar" og skipt­ast þeir í tvennt. Ann­ars veg­ar eru birt­ir skil­mál­ar fyr­ir bóka­kaup og hins veg­ar skil­mál­ar fyr­ir lán.

Í nýju skil­mál­un­um sem nú er að finna á vefsíðum Smá­lána og Kredia er eng­in verðskrá birt. Í eldri skil­mál­um sem birt­ir voru á vefsíðum Smá­lána og Kredia fyr­ir raf­bóka­væðingu fyr­ir­tækj­anna var verðskrá smá­lána, miðað við 30 daga lán, svohljóðandi:

Kostnaður vegna 20.000 kr. láns:                                                            570 kr.

Seðilgjald:                                                                                                164 kr.

Heild­ar­lán­töku­kostnaður (50% Árleg hlut­fallstala kostnaðar)                  734 kr.

Auka­gjald fyr­ir flýtiþjón­ustu (val­kvætt)                                                     5.500 kr.

Auka­gjald fyr­ir póst­lagn­ingu á greiðslu­seðli (val­kvætt)                             100 kr.

Í tölvu­pósti sem send­ur var frá þjón­ustu­veri Smá­lána fyr­ir helgi má sjá að verðskrá­in er í raun óbreytt þótt „vör­urn­ar“ á verðlist­an­um séu aðrar.

Góðan dag­inn

Smá­lán er nú orðin ra­f­ræn bóka­versl­un, þú get­ur keypt raf­bók úr stóru
raf­bóka­safni okk­ar og það veit­ir þér rétt á því að taka lán á góðum kjör­um.

Tök­um sem dæmi.
þú kaup­ir 2 raf­bæk­ur og þá hef­ur þú mögu­leika á að taka lán fyr­ir þeim
og 20.000kr um­fram.
Kostnaður­inn við 20.000kr er ein­ung­is 734kr m.v 30 daga lán, staða til
greiðslu á eindaga  er því 26234kr.

Því miður er ekki hægt að af­greiða lán án bók­ar,

Kær kveðja,

Þjón­ustu­ver Smá­lána
Sími: 800-1902
sam­band@smal­an.is

Eins og sjá má eru fjár­hæðir ná­kvæm­lega þær sömu og í fyrri verðskrá. Að taka 20 þúsund króna lán í 30 daga kost­ar 734 krón­ur. En þar með er ekki öll sag­an sögð því greiða þarf 5.500 krón­ur fyr­ir bæk­urn­ar tvær.

Heild­ar­kostnaður­inn við að taka 20 þúsund króna smá­lán í 30 daga er því 26.234 krón­ur nú sem fyrr. Eini mun­ur­inn virðist vera sá að flýtigjaldið var á sín­um tíma sagt val­kvætt en bóka­gjaldið er það ekki held­ur er það bein­lín­is for­senda þess að lán sé veitt. 

Til­gangi fyr­ir­tækj­anna breytt

At­hygli vek­ur að á heimasíðum Smá­lána og Kredia hef­ur til­gangi fyr­ir­tækj­anna verið breytt. Ef smellt er á flip­ann „um okk­ur“ mátti áður lesa texta um að fyr­ir­tæk­in hafi verið stofnuð í þeim til­gangi að „auðvelda aðgang al­menn­ings að smá­lán­um“ eins og það var orðað. Þeirri klausu hef­ur nú verið skipt út fyr­ir þessa:

„Kredia/​Smá­lán bók og lán var stofnað til að veita al­menn­ingi aðgang að stóru raf­bóka­safni okk­ar og veita viðskipta­vin­um lán á góðum kjör­um.“

Raf­bæk­ur virðast vera hin nýju smá­lán. 

mbl.is
mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK