Ákvörðun Isavia byggð á geðþótta

Sigurgeir Sigurðsson

Isa­via hef­ur verið stefnt vegna útboðsins á versl­un­ar­rými í flug­stöðinni. Drífa ehf., sem sel­ur vör­ur und­ir merkj­um Icewe­ar, var með besta til­boðið í útboðinu en stjórn­end­ur Isa­via sögðu það vera of gott til að geta staðist. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar beiðnir hafa eig­end­ur Drífu ekki fengið neinn rök­stuðning fyr­ir ákvörðun­inni, sem þeir telja að hafi verið byggð á geðþótta.

Drífa fer fram á 903 millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna tekjum­issis en fjár­hæðin miðast við að gengið hefði verið til samn­inga við fyr­ir­tækið um til­boð. Þetta er áætlaður hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins af sölu á fatnaði og minja­grip­um frá júní 2015 til maí 2019. Málið hef­ur verið tekið fyr­ir í Hérðsdómi Reyja­vík­ur en í gær var tek­ist á um hvort Drífu væri heim­ilt að fá dómskvadd­an mats­mann til þess að leggja mat á tjónið. Isa­via hef­ur lagst gegn því en niðurstaða er ekki komið í atriðið.

Í flug­stöðinni í 27 ár

Vör­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa verið seld­ar í flug­stöðinni frá ár­inu 1988 en líkt og aðrir rekstr­araðilar í flug­stöðinni þurfti Drífa að taka þátt í útboði á versl­un­ar­rým­inu í upp­hafi síðasta árs. For­valið skipt­ist í tvö stig þar sem á fyrra stig­inu var kannað hvort þátt­tak­end­ur upp­fylltu ákveðnar kröf­ur. Þeim sem upp­fylltu þær var síðan boðið að taka þátt í lokuðu útboði þar sem skila þurfti inn tækni­legu og fjár­hags­legu til­boði.

Drífa var eitt þeirra fyr­ir­tækja sem komust upp úr for­val­inu og skilaði inn þrem­ur til­boðum sem náðu yfir tvo flokka, ann­ars veg­ar versl­un með úti­vistarfatnað og hins veg­ar versl­un með minja­gripi. Þriðja sam­einaði báða flokk­ana.

Í ág­úst sl. var fyr­ir­tæk­inu hins veg­ar til­kynnt að það hefði ekki verið valið til samn­ings­gerðar og að viðræður væru hafn­ar við önn­ur fyr­ir­tæki.

Segja útboðsgögn­in vera trúnaðar­mál

Stjórn­end­ur Drífu óskuðu þá eft­ir rök­stuðningi og Isa­via sendi til baka bréf þar sem gef­inn var upp stiga­fjöldi úr útboðinu en hins veg­ar sagði ekki á hverju stiga­gjöf­in hefði verið byggð eða hvernig til­boðin hefðu verið met­in. Drífa ít­rekaði þá beiðnina en Isa­via svaraði um hæl að um trúnaðargögn væri að ræða. Því væri ekki hægt að verða við beiðninni.

Beiðnin var aft­ur ít­rekuð og voru stjórn­end­ur Drífu þá boðaðir á fund með Isa­via. Á fund­in­um kom fram að til­boðið hefði verið talið óeðli­lega hátt og þar með óraun­hæft. Að öðru leyti voru ekki gefn­ar frek­ari skýr­ing­ar. Hæsta til­boð Drífu fól í sér að rúm­lega 1,1 millj­arður króna yrði greidd­ur í leigu á fjög­urra ára leigu­tíma. Til­boðið er hins veg­ar sagt vera byggt á staðreynd­um úr rekstr­in­um og ekki óraun­hæft.

„Lík­ur fyr­ir ólög­mæti“

Í stefn­unni seg­ir að ófull­nægj­andi eða eng­inn rök­stuðning­ur fyr­ir ákvörðun stjórn­valds sé jafn­an til marks um það að stjórn­valdið geti ekki rök­stutt ákvörðun­ina eða vilji ekki upp­ljóstra um raun­veru­lega ástæðu að baki ákvörðun. „Af því leiðir að löglík­ur eru fyr­ir því að for­send­ur að baki ákvörðun­inni séu ómál­efna­leg­ar og ólög­mæt­ar.“

Í stefn­unni er bent á að op­in­ber­um aðilum beri að fara eft­ir regl­um um útboð. Ekki sé frjálst að haga ferl­inu að eig­in geðþótta held­ur verði að haga því í sam­ræmi við ákvæði laga. Matið er hins veg­ar hvorki talið hafa farið fram á grund­velli hlut­lægra né mál­efna­legra sjón­ar­miða. 

Þá seg­ir að bjóðend­ur eigi að geta áttað sig á því fyr­ir­fram hvernig staðið verði að mat­inu til þess að geta hafað til­boðum í sam­ræmi við það. Þá á að vera auðvelt að rök­styðja val til­boða með vís­an til gagna. Það hafi Isa­via hins veg­ar ekki getað gert.

Fleiri gagn­rýn­isradd­ir

Drífa er fyrsta fyr­ir­tækið sem stefn­ir Isa­via vegna útboðsins þrátt fyr­ir að aðrir hafi gert at­huga­semd við ferlið og breyt­ing­arn­ar. Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, for­stjóri Kaffitárs, hef­ur gagn­rýnt leynd­ina yfir útboðsferl­inu og að eng­ar skýr­ing­ar hafi verið gefn­ar fyr­ir stiga­gjöf­inni. Þá hef­ur Eyj­ólf­ur Páls­son­, eig­andi Epal, gagn­rýnt breyt­ing­arn­ar á flug­stöðinni, en bæði fyr­ir­tæk­in misstu plássið sitt eft­ir útboðið.

Frétt mbl.is: Flug­stöðin eins og Eden í Hvera­gerði

Frétt mbl.is: Gruggut útboðsferli í Leifs­stöð

Frétt mbl.is: Mikl­ar breyt­ing­ar á flug­stöðinni

Mynd af heimasíðu Icewe­ar
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.
Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via. Oli Hauk­ur
Kort af flugstöðinni eftir breytingar
Kort af flug­stöðinni eft­ir breyt­ing­ar Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK