Gróf yfirverðlagning í Whole Foods

Verslanir Whole Foods er að finna um öll Bandaríkin.
Verslanir Whole Foods er að finna um öll Bandaríkin. Mynd/Whole Foods

Verslunarkeðjan Whole Foods hefur kerfisbundið yfirverðlagt vörur sem fyrirtækið pakkar sjálft og selur. Starfsmenn neytendastofu í New York segja þetta versta tilfelli rangrar verðmerkingar sem þeir hafa séð í samtali við CNN Money.

Alls voru áttatíu matvörutegundir skoðaðar og í 89 prósent tilvika hafði Whole Woods merkt vöruna ranglega og sagt hana vera þyngri en raun bar vitni.

Fyrirtækið ofrukkaði þannig viðskiptavini allt frá 0,8 dollurum fyrir pekan-hnetu mjöl og upp í tæpa 15 dollara fyrir pakka af kókos-rækjum.

Grænmetispakkar sem kostuðu 20 dollara voru að meðaltali 2,5 dollurum of dýrir. Einn pakkinn var 6,15 dollurum of dýr.

Neytendastofa sagði mismuninn hafa verið sérstaklega greinilegan þegar allar pakkningar voru merktar á sama verði þar sem nánast ómögulegt væri að ná þyngdinni á þeim öllum á nákvæmlega sömu krónutölu.

Í yfirlýsingu frá Whole Foods neitaði fyrirtækið ásökunum og sagði þær ýktar. Þá sagði að engin sönnunargögn væru fyrir hinu meintu brotum. Í stað þess að leitað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá þeim hefði verið farið með málið beint í fjölmiðla.

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka