Kærurnar fljúga milli eigenda Austurs

Ásgeir Kolbeinsson
Ásgeir Kolbeinsson Friðrik Tryggvason

Eigendur skemmtistaðarins Austurs standa nú í miklum deilum þar sem kærur ganga á víxl milli aðila. Nýlega kærði annar eigandi 101 Austurstrætis, rekstraraðila staðarins, Alfacom general trading ehf., framkvæmdastjóra og hinn eiganda Austurs, Ásgeir Kolbeinsson, til sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt. Í annarri kæru frá Alfacom til sérstaks saksóknara er Ásgeir og Vilhelm Patrick Bernhöft, ásamt stjórnendum Borgunar, kærðir fyrir peningaþvætti. Sjálfur hefur Ásgeir stefnt Alfacom fyrir að hafa ekki staðið við greiðslur við kaup á skemmtistaðnum.

Kaupin á Austur aldrei að fullu frágengin

Árið 2013 ætlaði Ásgeir að og félag í eigu Styrmis Þórs Bragasonar að selja hluti sína í skemmtistaðnum Austur til Alfacom fyrir 95 milljónir króna.Greiða átti 45 milljónir við kaupsamning og stuttu eftir hann. Restina átti að greiða 14 mánuðum seinna. Staðfest er að Alfacom greiddi fyrri hluta greiðslunnar, en síðan þá hafa komið upp ýmis deilumál og því var ekki gengið frá seinni hluta greiðslunnar. Vill Alfacom nú fá kaupunum rift.

Við kaupsamninginn var Kamrans Keivanlou gerður að stjórnarformanni 101 Austurstrætis fyrir hönd Alfacom. Þá var Gholamhossein Shirazi gerður að prókúruhafa samhliða Ásgeiri, en hann var áfram framkvæmdastjóri félagsins. Fljótlega komu upp ósættir manna á milli og sakaði Keivanlou Ásgeir um að hafa notað kortaposa frá Gulleyjunni, rekstraraðila skemmtistaðarins Dollý fyrir viðskipti á Austur. Ásgeir er sjálfur stór eigandi í því félagi og í kæru Alfacom kemur fram að talið sé að þetta sé auðgunarbrot í skilningi laga. Segir í kæru Alfacom að grunsemdir séu um að þetta athæfi hafi átt sér stað í 6-7 mánuði.

Segir 10 milljónir í reiðufé vanta

Segir í kærunni að Keivanlou og Shirazi hafi sem stjórnarmenn ekki fengið aðgang að rekstrarupplýsingum félagsins á þessum tíma, en þeir töldu ekki allt með feldu. Þannig gruni þá að Ásgeir hafi í heimildarleysi notað kort fyrirtækisins í heimildarleysi, en vísað er til þess að í skráningu fyrirtækisins komi fram að Ásgeir fari í sameiningu með Shirazi prókúruumboð staðarins, en Shirazi hafi ekkert haft með það að segja hvernig kortið væri notað.

Þá segir í kæru þeirra að á tímabilinu 17. október 2013 til 8. febrúar 2014 hafi tæplega 10 milljónir að reiðufé staðarins ekki skilað sér á reikning fyrirtækisins. Að lokum segja þeir að rúmlega 3 milljónir hafi verið fluttar af reikningum 101 Austurstrætis á reikning Gulleyjunnar með reikningum þar sem engin vörukaup eða þjónusta liggi á bak við.

Fékk aðgang að reikningum með blekkingum

Eftir að ósættið hófst sakaði Ásgeir Keivanlou um óeðlileg afskipi af starfseminni og að hafa gefið skipanir sem væru ekki á hans borði. Í stefnunni gegn Alfacom segir að hann hafi átt í hótunum við starfsfólk staðarins og að lokum verið bannaður á skemmtistaðnum. Keivanlou hefur neitað þessu alfarið í yfirlýsingu. Segir í stefnunni að Keivanlou hafi með blekkingum fengið aðgang að bankareikningum félagsins og fengið starfsfólk Íslandsbanka til að greiða tilhæfulausan reikning upp á tæplega 4,4 milljónir. Íslandsbanki hefur í dag kært þá háttsemi til lögreglunnar.

Ásgeiri vikið frá, en hélt samt áfram

Eins og fyrr segir er Keivanlou skráður stjórnarformaður 101 Austurstrætis, en í maí 2014 skipaði hann Borgun að loka öllum posasamningum félagsins og var í kjölfarið ekki hægt að afgreiða viðskiptavini. Boðaður var stjórnarfundur þar sem ákveðið var að víkja Ásgeiri frá störfum, en ríkisskattstjóri hefur synjað þeirri skráningu meðan ágreiningurinn stendur yfir. Ásgeir starfar því enn sem framkvæmdastjóri staðarins. Þá lét Keivanlou loka öllum reikningum fyrirtækisins hjá Íslandsbanka, sem þó voru opnaðir að nýju nokkru seinna. Íslandsbanki og Borgun sögðu í framhaldinu upp öllum viðskiptum við félagið.

Forsvarsmenn Alfacom segja að Ásgeir hafi ekki virt ákvæði kaupsamningsins, ekki sagt rétt frá skuldum, millifært háar upphæðir frá 101 Austurstræti til félags í eigu Ásgeirs og notað posa þess sama félags fyrir færslur hjá Austur. Vegna þessa hafi Keivanlou reynt að stoppa úttektir og lokað bankareikningum félagsins.

Borgun sakað um hlutdeild að peningaþvætti

Eftir að Íslandsbanki og Borgun sögðu upp viðskiptum við 101 Austurstræti, sem er rekstraraðili Austurs og með skráð vínveitingaleyfi staðarins, stofnaði Ásgeir nýtt félag undir nafninu Austurstræti 5. Gerði hann nýja samninga við Borgun og stofnaði reikning hjá Arion banka, en í gegnum það félag fara nú greiðslur úr kortaposum Austurs. Í kæru Alfacom gegn Borgun, Ásgeiri og Vilhelmi segir að þessi háttsemi sé til að koma undan fjármunum.

Sakar Alfacom Borgun um að hafa með þessari háttsemi aðstoðað Ásgeir og Austurstræti 5 um peningaþvætti, auk þess sem þetta sé brot á persónuvernd, þar sem hið nýja félag geti nú séð persónuupplýsingar allra viðskiptavina Austurs, án þess að hafa vínveitingaleyfið eða heimild almennt til að sjá færslur fyrirtækisins.

Lögmaður Alfacom sendi mbl.is yfirlýsingu vegna fyrri umfjöllunar um málið og fylgir hún hér að neðan.

Af Face­book síðu Aust­ur
Af Face­book síðu Aust­ur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK