Gagnrýnir áform Landsbankans

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra mbl.is/Kristinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gagnrýnir áform Landsbankans um að reisa nýjar höfuðstöðvar fyrir 7 milljarða og nefnir Tollhúsið sem dæmi um húsnæði sem nýst gæti bankanum þess í stað.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en þar sagði Sigmundur að gert sé ráð fyrir allt of miklu byggingarmagni milli Hörpu og gamla miðbæjarins.

Fyrirhugaðar höfuðstöðvar bankans hafa mætt töluverðri andstöðu og kallaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, þær t.a.m. endurhvarf til fyrra gjálífs.

Sigmundur tekur undir með gagnrýnisröddunum og segir að ríkisbankinn ætti að vera leiðandi í því að bæta kjör viðskiptavina bankakerfisins. „Og í þriðja lagi þá finnst mér það undarlegt ef banki sem er í almannaeigu, ætlar að fara gegn því sem virðist vera augljós vilji eigendanna - almennings og fulltrúa hans.“

Sigmundur Davíð segir fjölmarga aðra staði sem Landsbankinn gæti nýtt undir höfuðstöðvar eða jafnvel annað húsnæði sem þegar sé til staðar. „Menn hafa til að mynda nefnt tollhúsið sem ég held að gæti nýst bankanum mjög vel,“ segir Sigmundur. Hann kveðst telja að hugsanlegt húsnæði fyrir bankann sé að finna víða um, bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Einnig var rætt við formann atvinnuvegarnefndar alþingis í fréttatíma Rúv og sagði hann að einungis forgangsverkefni eigi að vera á framkvæmdalista yfirvalda, nefndi hann þar sérstaklega Landsspítala.

Sagði hann algjörlega ótímabært fyrir Landsbankann að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva og vill að slíkum fyrirætlunum sé frestað í þrjú til fjögur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK