Hóteláform taka breytingum

2015 Vinningstillaga Glámu-Kím í hugmyndasamkeppni Íslandshótela og Minjaverndar um byggingu …
2015 Vinningstillaga Glámu-Kím í hugmyndasamkeppni Íslandshótela og Minjaverndar um byggingu hótels á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Ekki er um endanlegt útlit að ræða og umfjöllunin er eftir í borgarkerfinu. Tölvuteikning/Gláma Kím

Áform um hót­el við Lækj­ar­götu, þar sem úti­bú Íslands­banka hef­ur verið til húsa, eru ekki ný af nál­inni. Árið 2005 voru kynnt­ar hug­mynd­ir af þáver­andi aðstand­end­um verk­efn­is­ins; þró­un­ar­fé­lag­inu Þyrp­ingu, Glitni og fleiri aðilum, en þær hlutu ekki náð fyr­ir aug­um borg­ar­yf­ir­valda. Unn­ar voru nýj­ar til­lög­ur 2007, en þá voru Flug­leiðahót­el­in (nú Icelanda­ir-hotels) kom­in að verk­efn­inu. Þóttu þær hug­mynd­ir of stór­tæk­ar og arki­tekt­ar beðnir að taka meira til­lit til um­hverf­is­ins.

Enn tóku arki­tekt­ar til við breyt­ing­ar, sem kynnt­ar voru skömmu fyr­ir hrunið 2008. Áformin voru síðan lögð til hliðar og Íslands­banki sagði sig frá verk­inu, en for­ver­inn, Glitn­ir, hafði hug­mynd­ir um að banki yrði starf­rækt­ur á fyrstu hæð hót­els­ins.

Þessi þróun á út­lit­inu sést nán­ar á mynd­un­um hér að ofan, en teikn­ing­arn­ar voru all­ar unn­ar af THG Arki­tekt­um, að beiðni Þyrp­ing­ar og sam­starfsaðila fé­lags­ins. Til sam­an­b­urðar er birt mynd hér til hliðar af til­lögu Teikni­stof­unn­ar Glámu-Kím sem bar sig­ur úr být­um í ný­legri sam­keppni nú­ver­andi aðila hót­el­verk­efn­is­ins, Íslands­hót­ela og Minja­vernd­ar.

Tekið upp í skipu­lags­ráði

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, var formaður skipu­lags­ráðs á ár­un­um 2008-2010 og hef­ur átt sæti í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði frá stofn­un ráðsins árið 2010. Hann seg­ir at­hygl­is­vert hvernig hug­mynd­ir um hót­el­bygg­ing­ar við Lækj­ar­götu hafa tekið breyt­ing­um í tím­ans rás. Ýmsar til­lög­ur hafi verið lagðar fyr­ir skipu­lags­ráð og hugn­ast Júlí­usi ekki nýj­asta til­lag­an. Tel­ur hana ekki taka nægt til­lit til þeirr­ar byggðar sem fyr­ir er í miðbæ Reykja­vík­ur.

Júlí­us hyggst taka málið upp þegar ráðið kem­ur úr sum­ar­fríi og von­ast til þess að hót­el­bygg­ing­unni verði breytt þannig að hún falli bet­ur inn í um­hverfið. Þá hef­ur Júlí­us óskað eft­ir því við formann ráðsins, Hjálm­ar Sveins­son, að fundað verði með þeim forn­leifa­fræðing­um sem staðið hafa fyr­ir upp­greftri í grunni fyr­ir­hugaðs hót­els. Vill Júlí­us að hugað verði vel að varðveislu þeirra muna sem fund­ist hafa.

Júlí­us sat ekki í skipu­lags­ráði árið 2005 en árið eft­ir sett­ist hann í borg­ar­stjórn. „Ég veit að skipu­lags­ráð tók ekki vel í þess­ar fyrstu hug­mynd­ir,“ seg­ir hann en svipað var upp á ten­ingn­um 2007. Þá beindi skipu­lags­ráð því til arki­tekt­anna að láta út­litið taka mið af næsta um­hverfi.

„Gömlu hús­in í kring, eins og Iðnaðarmanna­húsið, Iðnó og Miðbæj­ar­skól­inn, eru miðað við bygg­ing­ar­tím­ann óvenju stór hús en engu að síður vel gerð og í raun fín­leg, eins og gluggaum­gj­arðir og annað. Þar er ákveðinn út­gangspunkt­ur sem maður hefði viljað sjá í nú­ver­andi til­lögu. Það er mik­il­vægt að vel tak­ist til og að ekki verði unnið í ein­hverj­um asa und­ir mik­illi pressu. Ég skil vel að lóðar­hafi vilji byggja sem fyrst og skipu­lags­ráð þarf að hafa það í huga. Aðal­atriðið er þó að vanda sig og við meg­um ekki gleyma okk­ur í ein­hverj­um flýti,“ seg­ir Júlí­us Víf­ill, sem tel­ur að vinna þurfi vinn­ingstil­lög­una í nýj­ustu sam­keppn­inni mun bet­ur.

„Þó að margt sé þarna vel út­fært þá þurfa menn að setj­ast aft­ur að teikni­borðinu og koma með nýj­ar hug­mynd­ir áður en ég get fall­ist á þær. Sam­keppn­in útaf fyr­ir sig er ekki bind­andi fyr­ir um­hverf­is- og skipu­lags­ráð,“ seg­ir Júlí­us Víf­ill.

Tel­ur þá fyrstu vera besta

Hall­dór Guðmunds­son hjá THG Arki­tekt­um seg­ist sjálf­ur vera hrifn­ast­ur af fyrstu til­lög­unni, út­frá sjón­ar­hóli arki­tekts. Teikni­stof­an hafi komið að gerð deili­skipu­lagstil­lögu fyr­ir Þyrp­ingu og sam­starfsaðila. Sömu­leiðis hafi hon­um þótt til­lag­an frá 2007 verið vel heppnuð.

„Borg­ar­skipu­lag­inu fannst þess­ar til­lög­ur hins veg­ar of stór­ar og ekki passa inn í miðbæ­inn. Við vor­um beðin að gjör­breyta út­lit­inu og hafa það meira í takt við eldri bygg­ing­ar í kring,“ seg­ir Hall­dór, og bend­ir á að til­laga þeirra frá 2008 hafi falið í sér mun stærra hús en nú­ver­andi áform séu um við Lækj­ar­götu. Þá hafi verið gert ráð fyr­ir að lóðirn­ar við Von­ar­stræti 4 og Lækj­ar­götu 12 yrðu sam­einaðar, vegna áætl­ana um að fyrr­nefnda lóðin yrði keypt af borg­inni.

Hall­dór og hans stofa tók ekki þátt í hug­mynda­sam­keppni Íslands­hót­ela og Minja­vernd­ar. Hann seg­ist ekki vilja tjá sig mikið um vinn­ingstil­lög­una, hún sé þó ekki mikið í takt við eldri hús­in í kring en með því sé hann ekk­ert að segja að til­lög­ur THG Arki­tekta hafi verið eitt­hvað betri. Þær beri keim af þensl­unni sem þá var uppi.

„Á ár­un­um fyr­ir hrun var allt svo stórt og mikið og um­hverfið allt annað en það er í dag.“

2005 Fyrsta tillagan sem THG arkitekar voru látnir vinna
2005 Fyrsta til­lag­an sem THG arki­tek­ar voru látn­ir vinna Tölvu­teikn­ing/​THG arki­tek­ar
2007 Ný tillaga komin fram og hótelið meira líkt íbúðum
2007 Ný til­laga kom­in fram og hót­elið meira líkt íbúðum Tölvu­teikn­ing/​THG arki­tek­ar
2007
2007 Tölvu­teikn­ing/​THG arki­tek­ar
2007 Bakgarður hótels við Lækjargötu eins og til stóð þá
2007 Bak­g­arður hót­els við Lækj­ar­götu eins og til stóð þá Tölvu­teikn­ing/​THG arki­tek­ar
2008 Horft suður Lækjargötu, hótelið líkara umhverfinu
2008 Horft suður Lækj­ar­götu, hót­elið lík­ara um­hverf­inu Tölvu­teikn­ing/​THG arki­tek­ar
2008 Útilit sömu hóteltillögu, séð eftir Vonarstræti
2008 Útil­it sömu hót­el­til­lögu, séð eft­ir Von­ar­stræti Tölvu­teikn­ing/​THG arki­tek­ar
2008 Svona hefði götumyndin við Lækjargötu geta orðið
2008 Svona hefði götu­mynd­in við Lækj­ar­götu geta orðið Tölvu­teikn­ing/​THG arki­tek­ar
2015 Vinningstillaga Glámu-Kím í hugmyndasamkeppni Íslandshótela og Minjaverndar um byggingu …
2015 Vinn­ingstil­laga Glámu-Kím í hug­mynda­sam­keppni Íslands­hót­ela og Minja­vernd­ar um bygg­ingu hót­els á horni Lækj­ar­götu og Von­ar­stræt­is. Ekki er um end­an­legt út­lit að ræða og um­fjöll­un­in er eft­ir í borg­ar­kerf­inu.
2015 Vinningstillaga Glámu-Kím í hugmyndasamkeppni Íslandshótela og Minjaverndar um byggingu …
2015 Vinn­ingstil­laga Glámu-Kím í hug­mynda­sam­keppni Íslands­hót­ela og Minja­vernd­ar um bygg­ingu hót­els á horni Lækj­ar­götu og Von­ar­stræt­is. Ekki er um end­an­legt út­lit að ræða og um­fjöll­un­in er eft­ir í borg­ar­kerf­inu.
2015 Vinningstillaga Glámu-Kím í hugmyndasamkeppni Íslandshótela og Minjaverndar um byggingu …
2015 Vinn­ingstil­laga Glámu-Kím í hug­mynda­sam­keppni Íslands­hót­ela og Minja­vernd­ar um bygg­ingu hót­els á horni Lækj­ar­götu og Von­ar­stræt­is. Ekki er um end­an­legt út­lit að ræða og um­fjöll­un­in er eft­ir í borg­ar­kerf­inu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK