Verðhrun á íslenskum markaði

mbl.is/Ómar

Hlutabréf félaga í Kauphöll Íslands hafa hríðlækkað í verði í dag, líkt og hlutabréf um allan heim, en um tvöleytið í dag hafði Úrvalsvísitalan lækkað um 3,5%.

Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu, segir í samtali við mbl.is allt benda til þess að lækkunarhrinuna megi rekja til óvissunnar sem ríkir í Kína. Kínversk hlutabréf snarféllu í verði í nótt, þar á meðal hlutabréfavísitalan í Shanghai um 8,5%, og hefur lækkunin smitast út um allan heim.

„Það lítur út fyrir að það sé kominn ákveðinn ótti í fjárfesta sem hafi einnig smitast til Íslands,“ segir hann og bendir á að hlutabréf í þeim íslensku félögum sem hafa tekjur í evrum eða dollurum hafi lækkað hvað mest í dag.

Þannig hefur gengi hlutabréfa í Marel lækkað um 4,95% í 529 milljóna króna viðskiptum í dag, bréf í Össuri hafa farið niður um 4,26%, Eimskip um 4,81% og gengi hlutabréfa í Icelandair Group hafa fallið um 3,95% í 1.214 milljóna króna viðskiptum.

Um tvöleytið í dag hafði gengi Eikar lækkað um 1,97%, Reita um 0,41% og Regins um 2,35%. Hlutabréf í tryggingafélögunum höfðu einnig lækkað skarpt í verði, TM um 2,11%, Vís um 2,86% og Sjóva um 2,84%. Gengi bréfa í N1 hefur fallið um 3,11%, HB Granda um 2,77%, Vodafone um 2,26% og Hagar um 3,54%.

Að mati Ragnars gefa undirliggjandi þættir í rekstri félaganna ekki tilefni til svona mikilla lækkana. Í raun eigi ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa, sem hefur farið lækkandi í dag, að kynda undir hækkanir á hlutabréfamarkaði, sé litið á málið út frá fjármálafræðunum.

Frétt mbl.is: „Svarti mánudagurinn“ enn á ný

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK