Staða leigjenda verst

Byrði húsnæðiskostnaðar var að jafnaði mest hjá leigjendum á almennum markaði árið 2014. Það ár varði dæmigerður leigjandi á almennum markaði 24,3% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað og 18,7% þeirra vörðu meira en 40% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði. Byrðin jókst hratt hjá leigjendum eftir 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Byrði húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem bjuggu í eigin húsnæði með áhvílandi húsnæðislán minnkaði hinsvegar eftir 2006, úr 20,2% í 16,1% árið 2011 en afborganir húsnæðislána eru þar undanskildar. Árið 2014 varði hinn dæmigerði eigandi með lán 16,3% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði og 6,1% hópsins var með íþyngjandi húsnæðiskostnað.

Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er sérstaklega tíður á meðal tekjulægri einstaklinga, en árið 2014 vörðu 24,9% af fólki á lægsta tekjufimmtungi 40% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði. Á næsta tekjubili fyrir ofan var hlutfallið 7,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK