Asíu lokað eftir 27 ára rekstur

Asíu verður lokað eftir áramót.
Asíu verður lokað eftir áramót.

Veitingahúsinu Asíu á Laugavegi verður lokað eftir áramót eftir 27 ára rekstur. Óli Kárason Tran, sonur eiganda veitingahússins, bendir á að þetta sé rokkstjörnualdurinn svokallaði og segir að tími sé kominn til þess að leita á önnur mið.

„Við erum þakklát fyrir viðskiptin í gegnum árin og fastakúnnana sem hafa haldið rekstrinum uppi,“ segir Óli í samtali við mbl.

Hann vill ekki gefa upp hvaða rekstur taki við í húsnæðinu en segir ljóst að húsið henti vel undir veitingarekstur sökum staðsetningarinnar. Slegist hefur verið um húsnæði undir veitingarekstur á þessu svæði að undanförnu þar sem búið er að fylla kvótann fyrir veitingastaði á miðborgarsvæðinu.

Hann segir reksturinn hafa gengið ágætlega og bendir á að aukinn straumur ferðamanna hafi haft góð áhrif. Hins vegar vilji þeir núna snúa sér að einhverju öðru. „Við förum að gera eitthvað skemmtilegt eftir þetta en það verður eitthvað annað,“ segir Óli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK