Stórgræðir á uppsögn

Marissa Mayer, forstjóri Yahoo.
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo. AFP

Örlög Marissu Mayer, forstjóra Yahoo, eru mörgum ofarlega í huga þegar markaðsvirði fyrirtækisins hríðfellur og eignasala er yfirvofandi. En það mun kosta stórfé að reka hana.

Wall Street Journal greindi frá því í síðustu viku að stjórn fyrirtækisins væri að íhuga sölu á nokkrum stórum eignum; þ.e. nokkrum Yahoo-síðum auk Flickr og Tumblr. Reksturinn hefur gengið illa á liðnum árum og hefur fyrirtækið orðið undir í samkeppni við tæknirisana Google og Facebook. Hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið um 31 prósent á þessu ári.

Margir vænta þess að Mayer verði látin fara á næstunni en ef það gengur eftir er ljóst að hún gengur ekki tómhent frá fyrirtækinu.

Ef hún verður rekin vegna sölu á fyrirtækinu á hún rétt á 110 milljóna dollara starfslokagreiðslu, eða sem jafngildir 14,4 milljörðum íslenskra króna. Greiðslan tekur þó að hluta mið af hlutabréfaverði og gæti upphæðin því lækkað ef gengið fellur meira. 

Ef stjórnin hins vegar rekur hana bara, án þess að selja fyrirtækið í leiðinni, á hún rétt á 25,8 milljóna dollara greiðslu, eða sem jafngildir um 3,4 milljörðum króna. Sú greiðsla er einnig háð hlutabréfaverði.

Umsamdar starfslokagreiðslur koma ekki mikið á óvart miðað við launin hennar en þau hafa ávallt verið mjög há. Á síðasta ári námu launagreiðslur hennar frá Yahoo alls rúmum 42 milljónum dollara, eða 5,5 milljörðum króna.

CNN Money

Fortune.

Marissa Mayer
Marissa Mayer AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK