Langstærsta gjaldþrot einstaklings

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson mbl.is/Þórður

Gjaldþrotaskiptum hjá Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórn­ar­formanni Kaupþings, var lokið á dögunum og námu kröfurnar alls rúmum 254 milljörðum króna.

Þetta er langstærsta gjaldþrot einstaklings á Íslandi.

Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að skiptum hafi verið lokið hinn 6. janúar sl. Um 38 milljónir króna fengust greiddar upp í samþykktar veðkröfur, eða alls 4,3 prósent. Ekkert fékkst hins vegar greitt upp í almennar kröfur.

Sig­urður var úr­sk­urðaður gjaldþrota hinn 23. sept­em­ber sl. Helgi Jó­hann­es­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og einn eig­enda LEX, var skipta­stjóri bús­ins.

Stærstu kröfuhafar voru Chesterfield United, Deutsche Bank, Murray Holdings og Arion banki.

Sig­urður var í sum­ar dæmd­ur í eins árs fang­elsi í „stóra markaðsmis­notk­un­ar­mál­inu“ og hafði áður verið dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi í Al Thani-mál­inu.

Í viðtali við sænska dag­blaðið Affärs värld­en árið 2013 sagðist Sig­urður vera at­vinnu­laus og aura­laus. Þá sagðist hann hafa selt húsið sem hann keypti í vest­ur­hluta London með láni frá Kaupþingi, nokkr­um mánuðum áður en bank­inn fór á hliðina, og leigja með fjöl­skyldu sinni íbúð í norður­hluta borg­ar­inn­ar. Sig­urður sagði fjöl­skyld­una lifa á sparnaði eig­in­kon­unn­ar.

Sig­urður hóf afplán­un á Kvía­bryggju í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK