Þurfa leyfi fyrir sölu á flöskuvatni

Gestum er ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum.
Gestum er ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum. mbl.is/Árni Sæberg

Neytendastofa er með mál Hótel Adam til skoðunar og telur að um villandi viðskiptahætti geti verið að ræða. Að sögn heilbrigðisyfirvalda telst sala á vatni dreifing á matvælum sem er háð leyfi frá heilbrigðisnefnd.

Líkt og fram hefur komið er gestum á Hótel Adam á Skólavörðustíg ráðlagt að kaupa fremur sérmerkt flöskuvatn frá hótelinu í stað þess að drekka úr krananum. Tveir lítrar af vatninu eru seldir á fjögur hundruð krónur en á merkimiða kemur ekki fram hver tappaði því á flöskuna.

Frétt mbl.is: „Drekkið ekki úr kran­an­um“

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, segir að málið sé komið á borð stofnunarinnar eftir ábendingu. Verður eiganda hótelsins nú gefinn frestur til þess að tjá sig áður en ákvörðun verður tekin í málinu. „Eftir það munum við taka tillit til þess og sjá hvort um villandi viðskiptahætti sé að ræða. Hvort upplýsingarnar séu rangar eða villandi með einhverjum hætti,“ segir hún.

„Allar upplýsingar þurfa að vera sannar og mega ekki vera villandi,“ segir Þórunn. 

Þegar um fyrsta brot er að ræða segir Þórunn að háttsemin sé yfirleitt bara bönnuð. Ef ekki er brugðist við banninu fylgja oftast sektir. „En við metum þetta bara eftir alvarleika brotsins hverju sinni,“ segir hún. „Við höfum heimild til þess að sekta strax en við höfum reynt að gæta meðalhófs og gefið aðilum færi á að bæta sig.“

Þurfa að hafa starfsleyfi

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum telst sala á vatni sem tappað er á flöskur vera dreifing á matvælum sem fellur þá undir matvælalög. Þar segir að dreifing sé hvers konar flutningur, framboð og afhending, þar með talið innflutningur, útflutningur og sala.

Þar segir m.a. að matvælafyrirtæki þurfi að hafa fengið starfsleyfi frá opinberum eftirlitsaðila áður en starfsemi hefst og einnig á að vera hægt að rekja feril mat- eða drykkjarvöru á öllum stigum dreifingar. 

Líkt og áður segir kemur ekki fram á merkimiða hver tappaði vatninu á flöskurnar.

Ekki hefur náðst í eiganda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Frétt mbl.is: Fær falleinkunn frá gestum

Tveir lítrar af vatni kosta 200 krónur.
Tveir lítrar af vatni kosta 200 krónur. Mynd af Facebook
Mynd af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK