Elle lofar Lemon

Lemon í París.
Lemon í París.

Tískutímaritið Elle Magazine í Frakklandi lofar íslenska samloku- og djússtaðinn Lemon í nýjasta tölublaðinu. Fyrsta erlenda útibú Lemon var opnað í París 8. mars sl. 

Í tímaritinu segir að ekkert jafnist á við að drekka eingöngu djús á morgnana sé ætlunin að halda lærunum grönnum. „Og þá sérstaklega þegar þeir eru jafn gómsætir. Þá hefur maður ekki á tilfinningunni að maður sé að neita sér um eitthvað,“ segir í umfjöllun Elle.

Þá segir að Lemon hafi þegar öðlast aðdáendahóp í stórborginni þrátt fyrir að hafa einungis verið opinn í nokkrar vikur og er tekið fram að um fyrsta íslenska veitingastað Parísar sé að ræða. „Svo biður maður um meira og meira af íslenska jógúrtinu (skyr) sem er ekki selt nema à þessum stað!“

Eva Gunnarsdóttir er sérleyfishafi Lemon í París. Staður­inn er við Rue des Pe­tits Car­reaux, sem er rétt hjá göngu­göt­unni þekktu Rue Montorgu­eil. Hús­næðið er um 150 fer­metr­ar og á tveim­ur hæðum. 

Frétt mbl.is: Opnar Lemon í París

Umfjöllunin í Elle.
Umfjöllunin í Elle.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka