Björgólfur: Efnahagslegt sjálfsmorð

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son lýs­ir yfir sorg­ar­degi í pósti sem hann sendi sam­starfs­mönn­um vegna ákvörðunar Breta um að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið. Hann tel­ur þetta vera efna­hags­legt sjálfs­morð. (e. economical Hara-Kiri).

Í pósti sem Björgólf­ur sendi í morg­un seg­ir hann ákvörðun bresku þjóðar­inn­ar byggða á fölsk­um til­finn­ing­um um stolt og barna­leg­um hug­mynd­um um alþjóðavæðingu.

Eitt það sorg­leg­asta við málið sé að eldri kyn­slóðin hafi kosið með út­göngu á meðan þeir yngri hafi kosið með framtíð inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Þannig hafi kyn­slóðin sem er á för­um á næstu fimmtán til tutt­ugu árum að vissu leyti rænt þá yngri af framtíðinni sem hún hefði kosið. 

Áhrif­anna muni ekki síður gæta í öðrum aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem radd­ir öfga­hópa séu að verða há­vær­ari. Þetta sé akkúrat á sama tíma og þörf sé á hinu gagn­stæða sök­um fjöl­margra vanda­mála sem steðja að Evr­ópu­sam­band­inu.

Björgólf­ur end­ar póst­inn á að segj­ast vera í sjokki, eða „Am gutted right now“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK