Höfuðrotta stekkur frá sökkvandi skipi

Christoph Waltz.
Christoph Waltz.

Leikarinn Christoph Waltz, sem er meðal annars þekktur fyrir að leika nokkra erkiskúrka í kvikmyndum, liggur ekki á skoðunum sínum varðandi Brexit. 

Í nýlegu viðtali var hann spurður um málið og álit hans á afsögn Nig­els Fara­ge, leiðtoga breska sjálf­stæðis­flokks­ins, UKIP. Þegar Farage hætti sagði hann að sigur út­göngus­inna í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni þýddi að póli­tísk­um metnaði hans hefði verið full­nægt. „Auðvitað yfirgefur höfuðrottan sökkvandi skip,“ sagði Waltz og var ómyrkur í máli.

Hann vísaði til að reynt hefði verið að dulbúa afsögnina sem hetjulega útgöngu. Svo væri hins vegar ekki. Hérna væri verið að ganga frá sökkvandi skipi með skottið á milli lappanna, líkt og rottur gera, og skilja óreiðuna eftir fyrir aðra að hreinsa upp.

„Þetta sýnir hversu ógeðfellt þetta fólk er. Geta ekki einu sinni staðið með því sem þau gerðu.“

Segist hann fullkomlega á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Ég næ ekki utan um þessa stjarnfræðilegu heimsku.“

Nigel Farage.
Nigel Farage. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka