Segja Brexit ógna alþjóðahagkerfinu

Frá fundi G20-ríkjanna í Kína um helgina.
Frá fundi G20-ríkjanna í Kína um helgina. AFP

Yf­ir­vof­andi úr­sögn Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur í för með sér aukna áhættu fyr­ir alþjóðahag­kerfið. Þetta sögðu fjár­málaráðherr­ar G20-ríkj­anna svo­nefndu, þ.e. þeirra 20 ríkja með stærstu hag­kerfi heims­ins. Full­trú­ar G20-ríkj­anna komu sam­an til fund­ar í Kína um helg­ina, m.a. seðlabanka­stjór­ar og emb­ætt­is­menn ríkj­anna.

Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu sögðu ráðherr­arn­ir úr­sögn Breta úr ESB auka óvissu­stig inn­an alþjóðahag­kerf­is­ins. Aðrir þætt­ir á borð við land­fræðileg­ar deil­ur, hryðju­verk, flótta­manna­vand­ann, hæg­ari vöxtu kín­verska hag­kerf­is­ins og mis­heppnað vald­arán í Tyrklandi hafa einnig slæm áhrif á alþjóðahag­kerfið, sögðu fjár­málaráðherr­arn­ir.

„Í framtíðinni von­umst við til þess að Bret­land og Evr­ópu­sam­bandið eigi í góðu sam­starfi,“ sögðu ráðherr­arn­ir í yf­ir­lýs­ingu. Tóku þeir þó fram að G20-rík­in séu vel í stakk búin til þess að tak­ast á við þær efna­hags­legu áskor­an­ir sem kunna að koma upp vegna úr­sagn­ar Breta.

Jacob Lew, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, brýndi fyr­ir fund­in­um að úr­sagn­ar­viðræður Breta og Evr­ópu­sam­bands­ins færu fram með gagn­sæj­um og prag­ma­tísk­um hætti.

Fyr­ir fund­inn breytti Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hag­vaxt­ar­spá sinni fyr­ir þetta ár og það næsta og spáði 0,1 pró­sentu­stigi lak­ari hag­vexti en í fyrri spá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK