Fékk aldrei greiðslu frá Middeldorp

Henri Middeldorp (t.h.) ásamt hjartalækninum Pedro Brugada en rekstur spítalans …
Henri Middeldorp (t.h.) ásamt hjartalækninum Pedro Brugada en rekstur spítalans á að vera í samstarfi við hann.

Hol­lenski fjár­fest­irinn Henri Middeldorp kom að máli við Gretti Rúnarsson, stjórnarformann Hveradala ehf., árið 2014 og vildi taka þátt í að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum. Sagðist hann vera í samstarfi við erlenda fjárfesta, samningar undirritaðir en aldrei kom greiðsla. Að lokum var látið rifta samningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Middeldorp er í forsvari fyrir fyrirtækið MCPB ehf. sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ. Hann hefur jafnframt sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi síðustu ár og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig, tilbúna til þess að fjárfesta hér á landi.

Til að mynda falaðist hann eftir því að Hafnarfjarðarbær seldi fyr­ir­tæki hans 500 sek­únd­u­lítra af neyslu­vatni. Hol­lend­ing­ur­inn hugðist flytja vatnið úr landi en um var að ræða rúm­lega fjór­falt það magn sem Hafn­ar­fjarðarbær not­ar.

„Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri stór kall,“ segir Grettir í Fréttablaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK