Lloyds leggur niður 3.000 störf

Lloyds hefur þegar látið loka 200 útibúum.
Lloyds hefur þegar látið loka 200 útibúum. AFP

Breski bank­inn Lloyds hef­ur ákveðið að leggja niður 3.000 störf og loka 200 úti­bú­um. Er það gert til þess að bregðast við lík­leg­um vaxta­lækk­un­um í kjöl­far ákvörðunar Breta um að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið.

Hagnaður bank­ans var þó 2,5 millj­arðar punda fyrstu sex mánuði árs­ins og er það tvö­falt meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Ant­onio Horta-Osorio, fram­kvæmda­stjóra bank­ans, er þó bú­ist við því að nú muni hægja á hagnaði bank­ans.

„Í kjöl­far at­kvæðagreiðslunn­ar um Evr­ópu­sam­bandið er út­litið í bresk­um efna­hagi óljóst en ná­kvæm áhrif koma ekki í ljós fyrr en samið verður við Evr­ópu­sam­bandið. En núna er minnk­andi hagnaður lík­leg­ur,“ sagði hann.

Lloyds hef­ur þegar lagt niður 9.000 störf frá ár­inu 2014. Með nýj­um sparnaðaraðgerðum verða niður­lögðu störf­in orðin 12.000 í lok næsta árs.

Þá hafði 200 úti­bú­um þegar verið lokað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK