Teva klárar kaupin á Actavis

Actavis í Hafnarfirði.
Actavis í Hafnarfirði.

Lyfjafyrirtækið Teva pharmaceutical industries Ltd. hefur lokið kaupum sínum á samheitalyfjahluta Allergan (Actavis Generics), en tilkynnt var um kaupin fyrr á þessu ári. Samþykki fékkst fyrir viðskiptunum frá öllum nauðsynlegum yfirvöldum. Meðal stjórnenda hjá Teva er Íslendingurinn Sigurður Óli Ólafsson, en hann er forstjóri samheitalyfjahluta Teva og var áður stjórnandi hjá Actavis og Watson pharmaceutical.

„Við kaupin á Actavis Generics byggjum við upp sterkan grunn að sjálfbærum vexti til framtíðar, byggðan á framúrskarandi getu á sviði samheitalyfja og mjög sterkri stöðu verkefna á lokastigum þróunar, sem mun flýta fyrir uppbyggingu okkar á að byggja upp einstakt vöruframboð — bæði á sviði samheita- og sérlyfja,” er haft eftir forstjóra Teva, Erez Vigodman, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í sömu tilkynningu er haft eftir Sigurði: „Nýtt og sterkara Teva mun búa að mörgu því besta sem völ er á, bæði er varðar mannauð og tækjakost í lyfjaiðnaði. Það er á okkar ábyrgð að nýta þennan styrk til að ná mikilvægum árangri fyrir sjúklinga, viðskiptavini, þau samfélög sem við þjónum og hluthafa okkar.“

Teva er stærsti sam­heita­lyfja­fram­leiðandi heims.

Frétt mbl.is: Lyfjasamruni raskar samkeppni á Íslandi

Frétt mbl.is: Hefur ekki áhrif á kaup Teva á Allergan

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK