Höfða mál vegna Borgunar

mbl.is/Eggert

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Það er mat bankaráðs að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum voru ekki veittar nauðsynlegar upplýsingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Forsaga málsins er sú að í  nóvember 2014 var 31,2% hlutur Landsbankans í félaginu Borgun hf. seldur til félagsins Borgun slf., en eigendur þessu eru félagið Or­bis Borg­un­ar slf., Stál­skip ehf., P126 ehf. sem er í eigu Ein­ars Sveins­son­ar í gegn­um móður­fé­lagið Charam­ino Hold­ings Lim­ited sem skráð er á Lúx­em­borg.

Þá á fé­lagið Pét­ur Stef­áns­son ehf. einnig hlut í Borg­un slf., en for­svarsmaður þess er Sig­valdi Stef­áns­son. Söluverðmæti hlutarins var 2.184 milljónir. Gagnrýnt var að félagið hefði ekki farið í opið söluferli. Í janúar 2016 var upplýst að Borgun auk Valitors myndi hagnast verulega vegna yfirtöku Visa international á Visa Europe. Sagði Morgunblaðið að um væri að ræða samtals á annan milljarð.

Þá komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu í mars að verklagi Lands­bank­ans við sölu á eingarhlut sínum í Borg­un árið 2014 hefði verið áfátt og heilt á litið ekki til þess fallið að skila bestri niður­stöðu fyr­ir bank­ann.

Uppfært klukkan 15:55: Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er ekki búið að gefa út stefnu í málinu. Málið er í höndum lögfræðinga og mun Landsbankinn ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka