Brexit til meðferðar í Hæstarétti í dag

Forsætisráðherra Bretlands hefur sagst ætla að hefja viðræður um útgöngu …
Forsætisráðherra Bretlands hefur sagst ætla að hefja viðræður um útgöngu þjóðarinnar úr ESB í mars á næsta ári. AFP

Hæstirétt­ur Bret­lands mun í dag taka til meðferðar hvort bresk stjórn­völd þurfi samþykki þings­ins áður en úr­sagn­ar­ferli lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu verður form­lega hafið á næsta ári.

Rúm­ur mánuður er síðan bresk­ur dóm­stóll komst að þeirri niður­stöðu og var það mikið áfall fyr­ir bresku rík­is­stjórn­ina, sér­stak­lega Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Hún hyggst hefja úr­sagn­ar­ferlið í mars á næsta ári og tel­ur rík­is­stjórn sína hafa kon­ung­legt vald til þess að taka ákvörðun um að hefja ferlið, en um er að ræða hluta af fram­kvæmda­vald­inu. 

Mál­inu var áfrýjað til æðra dóms­stigs og hefst sú meðferð í dag og stend­ur hún yfir í fjóra daga. Þá er gert ráð fyr­ir því að greint verði frá niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í janú­ar.

Bret­ar kusu um framtíð þjóðar­inn­ar í Evr­ópu­sam­band­inu í sum­ar. 51,9% vildu ganga úr sam­band­inu en 48,1% vildu vera þar áfram.

Málsmeðferðin hefst klukk­an 11 og verður hún í beinni út­send­ingu á BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK