10 þúsund króna seðillinn verði tekinn úr umferð

Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn með pompi …
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn með pompi og prakt á sínum tíma. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lagt er til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarn­ir verði tekn­ir úr um­ferð sem fyrst og að há­mark verði sett á leyfi­lega upp­hæð greiðslna fyr­ir vöru og þjón­ustu með reiðufé. Þetta kom fram í morg­un á blaðamanna­fundi í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu sem ráðherra boðaði til.

Á fund­in­um voru kynnt­ar skýrsl­ur tveggja starfs­hópa sem í vet­ur var falið að vinna til­lög­ur að aðgerðum til úr­bóta vegna ábend­inga sem fram komu í skýrslu starfs­hóps um um­fang fjár­magnstil­færslna og eignaum­sýslu Íslend­inga á af­l­ands­svæðum.

Ann­ar starfs­hóp­ur­inn skoðaði milli­verðlagn­ingu og fa­kt­úru­föls­un. Var metið að ár­legt tekjutap rík­is­sjóðs vegna óeðli­legr­ar milli­verðlagn­ing­ar tengdra lögaðila geti verið á bil­inu 1 til 6 millj­arðar ís­lenskra króna. 

Hinn starfs­hóp­ur­inn skoðaði um­fang og áhrif skattund­an­skota og skattsvika á ís­lensk­an þjóðarbú­skap. Meg­in­viðfangs­efni voru skattsvik sem rekja má til kenni­töluflakks eða ólög­mætra und­an­skota í verk­takaiðnaði og pen­ingaþvætti. Litið var á ný­leg­ar rann­sókn­ir og áætlað að und­an­skot gætu verið um 4% af lands­fram­leiðslu, eða um 100 millj­arðar króna. 

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tillögurnar í morgun.
Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, kynnti til­lög­urn­ar í morg­un.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka