Öllum sagt upp hjá Neytendasamtökunum

Ólafur Arnarson er formaður Neytendasamtakanna.
Ólafur Arnarson er formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna hef­ur sagt upp öllu starfs­fólki. Þetta er gert í „ljósi aðstæðna“ sam­kvæmt frétt á heimasíðu sam­tak­anna og liður í end­ur­skipu­lagn­ingu og end­ur­fjármögn­un sam­tak­anna.

Von­ast er til að starfs­fólk verði end­ur­ráðið áður en upp­sagn­ar­frest­ur renn­ur út.

Átök hafa verið inn­an sam­tak­anna síðustu miss­eri en í byrj­un maí lýsti stjórn­in yfir van­trausti á for­mann­inn Ólaf Arn­ar­son. Var það mat meiri­hluta stjórn­ar sam­tak­anna að Ólaf­ur hafi ít­rekað leynt stjórn­ina upp­lýs­ing­um og skuld­bundið sam­tök­in efn­um fram­ar.

Þá átti hann að hafa gengið til samn­inga um rekst­ur smá­for­rits með þeim orðum að það yrði sam­tök­un­um að kostnaðarlausu. Í ljós hafi hins veg­ar komið að smá­for­ritið er kostnaðarsamt. Þá mun Ólaf­ur hafa látið leiðrétta laun sín aft­ur­virkt og leigt bif­reið sem hentaði ekki fjár­hags­stöðu sam­tak­anna.

Ólaf­ur sagðist í sam­tali við mbl.is í síðasta mánuði hafna því al­farið að ákv­arðanir hans hefðu skaðað sam­tök­in. Þá hafi verið að finna samþykki stjórn­ar í fund­ar­gerðum vegna þeirra ákv­arðana sem síðar hafi verið gagn­rýnd­ar.

Nokkr­um dög­um síðar sagðist hann vera bú­inn að ráðfæra sig við lög­mann. 

„Ég er að fara yfir þess­ar ávirðing­ar sem born­ar eru á mig, eft­ir að hafa hrakið fyrri ávirðing­ar með fund­ar­gerðum. Ég mun svara þessu á morg­un. Þetta eru svo al­var­leg­ar ásak­an­ir í minn garð að það er vegið að minni æru. Það er ít­rekað gert með ósann­ind­um og dylgj­um í minn garð,“ sagði Ólaf­ur. 

Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag sagðist Ólaf­ur ekki vilja tjá sig frek­ar um upp­sagn­irn­ar að svo stöddu. Sagði hann það sama eiga við stjórn sam­tak­anna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK