Auðmenn bítast um búð í Kópavogi

Sports direct
Sports direct

Eignarhaldsfélag í Lúxemborg, fjárfestingafélag í Panama og breskur verslunarrisi koma við sögu í deilu um eignarhald á íþróttavöruverslun í Kópavogi.

Samkvæmt Lundúnablaðinu Times undirbýr Michael Ashley, aðaleigandi Sports Direct, að fara í mál við mæðginin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og Sigurð Pálma Sigurbjörnsson. Deilt er um rétt Ashley til að kaup út hlut þeirra í verslun Sports Direct á Íslandi.

Það virðist hvergi vera getið um slíkan samning í opinberum skjölum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Að sögn Times er verðmæti búðarinnar áætlað vera 2,8 milljarðar. Það er um þreföld velta 2015-16.

Umræddur Ashley er áberandi maður í bresku viðskiptalífi. Fram kemur á vef Sports Direct að félagið sé með 700 verslanir í Evrópu og að þar af séu 427 undir merkjum Sportsdirect.com. Samkvæmt auðmannalista tímaritsins Forbes eru eigur Ashley metnar á 3,2 milljarða dala, eða um 344 milljarða króna.

Knattspyrnufélagið Newcastle United hefur verið í hans eigu, auk þess sem hann átti hlut í skoska fótboltaliðinu Glasgow Rangers.

Til upprifjunar keypti Baugur 1% hlut í Sports Direct haustið 2007. Leiðir Ashley og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu höfðu því legið saman þegar verslun Sports Direct á Íslandi var opnuð 2012.

Fram kom í Financial Times í janúar 2014 að Jeffrey Ross Blue hefði sem starfsmaður Merrill Lynch komið að hlutafjárútboði hjá Debenhams og Sports Direct árið 2007.

Blue hefði hætt hjá Merrill Lynch í apríl 2007 og gengið til liðs við Baug. Baugur fór síðan í þrot og Blue hóf störf hjá öðrum félögum. Fram kom í grein Financial Times að Ashley réði Blue til starfa 2012 til að leiða samningagerð hjá Sports Direct. Það ár var verslunin opnuð á Íslandi.

Loks má geta þess að Dave Forsey fór í sumar úr stjórn Rhapsody Investments (Europe), þar sem hann hafði verið í stjórn frá 2012. Á vef Telegraph kemur fram að Forsey hætti í fyrrahaust sem stjórnandi Sports Direct eftir ágreining við Ashley. Rachel Stockton, stjórnandi hjá Sports Direct Retail Limited, kom í stjórn í stað Forsey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK