Brexit, jafnvel tiltölulega mjúk útganga án samnings, mun þýða að skuldir Bretlands verði þær mestu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta er niðurstaða Institute for Fiscal Studies. BBC greinir frá þessu.
Þar kemur fram að hugveitan telji að lántökur ríkissjóðs muni aukast umtalsvert og fari yfir 100 milljarða punda og að heildarskuldir ríkissjóðs verði um 90% af vergri landsframleiðslu.
Ríkisstjórnin er vöruð við því að láta sér detta í hug einhverjar varanlegar skattalækkanir á þessu stigi málsins. Aftur á móti sé eðlilegt að velja af kostgæfni einhverjar tímabundnar skattalækkanir og aukningu útgjalda sem geti stutt við efnahag Bretlands.