Gerðu ráð fyrir 0,5% hækkun

„Ég held að þetta hafi komið okkur öllum á óvart enda vorum við búin að spá því að þau myndu hækka um 0,5 prósentustig.“ Þetta segir Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, sem er gestur í nýjasta þætti Dagmála þar sem farið er yfir nýjustu ákvörðun peningastefnunefndar Seðalabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Segir Hjalti að það sé nokkuð erfitt að lesa í þessa ákvörðun bankans, ekki síst yfirlýsinguna sem henni fylgdi. „Og þegar maður les yfir þessa yfirlýsingu, rökstuðningurinn fyrir því að halda óbreyttu finnst mér nánast við fyrstu lesningu alveg eins geta verið rökstuðningur, og jafnvel verið svipaður rökstuðningur og þau hafa fært, fyrir frekari hækkunum,“ segir Hjalti.

 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi, sem einnig er viðmælandi Dagmála að þessu sinni, segist lesa þannig í stöðuna að Seðlabankinn sé að horfa lengra fram í tímann. Enn eigi áhrif fyrri hækkana nefndarinnar eftir að koma fram, m.a. á fasteignamarkaðinum sem verið hefur í brennidepli síðustu ár vegna mikillar spennu sem þar hefur ríkt.

Hann telur bankann mjög meðvitaðan um hversu sársaukafullt það verði fyrir hagkerfið verði stýrivöxtum lengi haldið háum. Það muni koma fram á íbúðamarkaði með minnkandi framboði. „Maður er farinn að heyra af lóðum sem standa auðar því menn láta ekki bjóða sér þetta. Vextirnir eru bara orðnir alltof háir,“ segir Björn Berg.

Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni í mynd en einnig sem hlaðvarp. Þá er hægt að kaupa vikupassa að stafrænni áskrift sem veitir aðgang að öllum Dagmálaþáttum frá upphafi.

Fyrir neðan ræðir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ákvörðun nefndarinnar um að halda vaxtastiginu óbreyttu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK