Ætlaði að kaupa íbúð en keypti hótel í staðinn

„Ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera. Við vorum á leiðinni í Reykjavík ég og konan mín og við ætluðum bara svona að fjárfesta eftir að við seldum útgerðina og kaupa íbúð. Þá var þarna maður sem ég hitti sem hafði verið að breyta bátnum mínum í skipasmíðastöðinni þar sem honum var breytt […] Hann segir við mig: Það er til sölu hótel uppi á Laugavegi. Þú átt bara að kaupa þetta hótel, Diddi. Þú yrðir fínn í því.“

Keypti það strax

Sigurður Friðriksson, oftast nefndur Diddi Frissa, beið ekki boðanna frekar en fyrri daginn. Hann keypti hótelið og það strax. „Ég held að fasteignasalinn hafi verið hissa því ég sagði við hann: Getur þú komið hérna, ég ætla að kaupa þetta hótel. Og hann kemur og við göngum bara frá þessu. Klukkutíma seinna var búið að skrifa undir og allt klárt.“ Þannig lýsir Diddi atburðarásinni sem leiddi til þess árið 2004 að hann dýfði tánum fyrst í ferðaþjónustuna en fram að því hafði hann verið á sjónum í tæpa hálfa öld. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Diddi Frissa er 75 ára gamall en segist ekki af …
Diddi Frissa er 75 ára gamall en segist ekki af baki dottinn. Hann rekur nokkur fyrirtæki og segir að hugmyndirnar og tækifærin séu óteljandi.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK