Vill skoða einkavæðingu flugstöðvarinnar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Kristinn Magnússon

Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður Icelandair Group, telur að nú sé rétti tíminn til að skoða einkavæðingu á rekstri Flugstöðvarinnar í Keflavík. Þetta segir hann í viðtali við Flugvarpið, hlaðvarpi um flugmál.

„Við höfum ekki fjárfest nóg í Keflavík í gegnum tíðina og staðan er sú að völlurinn er ekki að höndla þá umferð farþega sem fer þar í gegn. Það er vissulega ánægjulegt að sjá þær breytingar sem eru að verða og áætlanir eru um, eins og varðandi töskuafhendingu og vegbréfaeftirlit, en staðan sem samt sú að völlurinn hefur ekki náð að halda í við fjölgun farþega“ segir Guðmundur í viðtalinu.

Hann telur að nú sé rétti tíminn til að skoða alvarlega samstarf hins opinbera og einkaaðila, þa sem á ensku hefur kallast puplic-private partnership (PPP), sem gefið hafi mjög góða raun víða erlendis eins og á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn og La Guardia vellinum í New York.

„Það er mikið álag á ríkissjóð núna vegna kjarasamninga og jarðhræringa og þess vegna held ég að væri rétt að skoða þessa leið og fá inn í reksturinn í Keflavík fjársterkan aðila, sem myndi eignast minnihluta en koma inn með fjármagn og reynslu og þekkingu til að byggja þar upp og bæta þjónustuna“ segir Guðmundur.

Spurður hvort hann sjái fyrir sér að Icelandair væri sá aðili segist hann ekki hafa hugsað það svo langt. Aðalatriðið sé að þetta módel hafi reynst mjög vel annars staðar og ætti að geta gert það líka í Keflavík.

„Þetta er hugmynd sem ég lagði á borðið á aðalfundi Icelandair og hef hug á að eiga þetta samtal við stjórnvöld“, segir Guðmundur.

„Keflavíkurflugvöllur er tengisstöð fyrir ferðaiðnaðinn á Íslandi og mikilvægt að hann geti sinnt sínu hlutverki almennilega svo upplifun farþega verði góð, bæði þeirra sem koma til Íslands og þeirra sem eru á leið í gegnum Keflavík.“

Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður Icelandair.
Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður Icelandair. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK