Andrés stígur til hliðar sem framkvæmdastjóri

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, hefur ákveðið að stíga til hliðar …
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir 16 ár í starfi.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), mun stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri 1. september eftir að hafa starfað hjá SVÞ í sextán ár.

„Ég yngist ekki,“ segir Andrés kíminn í samtali við mbl.is.

Hann segir að síðan hann útskrifaðist úr háskóla fyrir tæpum fjörutíu árum hafi hann verið viðloðandi hagsmunagæslu fyrir atvinnulífið.

„Það er bara kominn tími á að segja þetta gott og fara snúa sér að einhverju öðru,“ segir hann.

Vill sinna áhugamálum betur

Hann mun halda áfram hjá SVÞ í smá tíma eftir að nýr framkvæmdastjóri tekur við svo að skiptin gangi vel fyrir sig. Hann segist ekki hafa ákveðið hvað taki við í kjölfarið en segir nægan tíma vera til að hugsa um það. 

Þó segir hann það liggja fyrir að nóg verði að gera.

„Ég er með fullt af skemmtilegum áhugamálum sem ég væri gjarnan til í að sinna betur og svo er fjölskyldan mín mjög aktíf í alls konar viðskiptum. Þannig við getum alveg verið viss um það að við munum finna eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ segir hann.

Starfið hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út 2. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK