Tekjur Emblu Medical 27 milljarðar

Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical.
Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekjur Emblu Medical, móðurfélags stoðtækjafyrirtækisins Össurar, á fyrsta ársfjórðungi 2024 námu 200 milljónum bandaríkjadala, eða 27,4 milljörðum íslenskra króna.

Það samsvarar 10% vexti og 7% innri vexti, að því er segir í tilkynningu.

Á fyrsta ársfjórðungi var 10% innri vöxtur í sölu á stoðtækjum, 1% á spelkum og stuðningsvörum, og 6% í þjónustu við sjúklinga.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og einskiptisliði nam 33 milljónum bandaríkjadala, eða 4,6 milljörðum íslenskra króna.

Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi nam 8 milljónum bandaríkjadala, eða 1,1 milljarði íslenskra króna.

Góður söluvöxtur

„Á fyrsta ársfjórðungi námu tekjur 200 milljónum bandaríkjadala (27,4 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 10% vexti, þar af 7% innri vexti. Söluvöxtur var góður í sölu á stoðtækjum og þjónustu við sjúklinga, sér í lagi í Evrópu. Gengi FIOR & GENTZ, þýska stoðtækjafyrirtækisins sem við festum kaup á í upphafi árs, er í takt við væntingar og vinnum við hörðum höndum að því að nýta innviði okkar til að uppskera samlegðaráhrif á söluhliðinni. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið undir heiti nýja móðufélagsins Embla Medical en vörumerkin Össur, College Park og FIOR & GENTZ, ásamt fjölda þjónustustöðva víðs vegar um heiminn, tilheyra nú Emblu Medical,” segir Sveinn Sölvason forstjóri í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK