Ferðalangar ánægðir með pylsurnar

Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu, á milli þeirra …
Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu, á milli þeirra Berglindar Snædal og Rósellu B. Pétursdóttur frá Isavia.

„Það er frábært að vera með svona ört upplýsingarflæði og geta brugðist skjótt við ef það er eitthvað sem að þarfnast úrbóta,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu.

Bæjarins beztu selja nú sínar vinsælu pylsur á Keflavíkurflugvelli og óhætt er að segja að sú viðbót hafi mælst vel fyrir meðal ferðalanga. 

Margir stoppa nú og grípa eina pylsu í Leifsstöð.
Margir stoppa nú og grípa eina pylsu í Leifsstöð.

Fyrirtækjum sem þjónusta farþega í flugstöðinni býðst nú að nota nýtt snjallforrit á vegum Isavia, Excite, sem mælir ánægju viðskiptavina með þjónustu. Ánægjan er mæld með stjörnugjöf í mörgum flokkum. Í hverjum mánuði er það fyrirtæki sem fær hæstu einkunnina verðlaunað. Í nýliðnum marsmánuði þótti Bæjarins beztu skara fram úr. 

„Upplifun okkar á þessu appi er mjög góð og við erum aðeins búin að vera nota það í sex mánuði. Nýjungin í þessu appi er að stórum hluta að okkar starfsfólk fái skriflega umsögn frá ánægðum viðskiptavinum á hverjum einasta degi. Þetta snýst ekki bara um hvað við erum að gera vitlaust, þetta snýst um að upplifa þakklæti hjá viðskiptavinum okkar og að við fáum að upplifa ánægju viðskiptavinarins nánast í rauntíma með þessu móti,“ segir Baldur Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK