Vöruafgreiðsla IKEA komin á nýjan stað

IKEA hefur opnað nýtt vöruhús undir sama þaki og verslunin er til húsa við Kauptún 4 í Garðabæ. Áður var vöruafgreiðslan staðsett á tveimur stöðum annars vegar við Suðurhraun 10 og hins vegar við Kauptún 3. Þeim vöruafgreiðslum hefur nú verið lokað.

Nýtt vöruhús IKEA opnaði 16 apríl.

Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdarstjóri IKEA, segir í samtali við mbl.is, að búið sé að taka hluta af vöruhúsinu til notkunar eða um 9.000 fermetra, en nýja vöruhúsið verður alls um 12.000 fermetrar að stærð. Áætlað er að það verði tilbúið í október.

Þá hefur IKEA einnig opnað póstbox í sama húsnæði, þar sem viðskiptavinir geta sótt sendingar á milli kl. 8 og 22. Póstboxin er ætluð netpöntunum en hægt er að sækja allar vörur frá IKEA í póstboxin.

Stefán segir að viðtökur viðskiptavina fyrirtækisins hafi verið mjög góðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK