Sýnir eigið verk í sögufrægu bresku leikhúsi

Hjördís Nína Egilsdóttir heillaðist ung af heimi leiklistarinnar.
Hjördís Nína Egilsdóttir heillaðist ung af heimi leiklistarinnar. Ljósmynd/Christelle Chelbi

Hjördís Nína Egilsdóttir tók sér nafnið Dísa Andersen eftir að hún útskrifaðist úr leiklist frá Arts University Bournemouth á Bretlandi. Þessa dagana er hún að setja upp eigin leiksýningu um heimilisofbeldi í Old Red Lion leikhúsinu í London.

Hjördís Nína ólst upp í Mosfellsbænum ásamt fimm systkinum. Hún heillaðist fljótt af heimi leiklistarinnar, lék meðal annars í Oliver Twist í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og svo fór að hún fetaði braut leiklistarinnar í menntaskóla. Eftir að hafa útskrifast úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar vann hún með áhugafélaginu Óríon, en á endanum fluttist Hjördís búferlum yfir hafið og settist að á Bretlandi, þar sem að hún tók upp nafnið Dísa Andersen, og útskrifaðist úr leiklist frá Arts University Bournemouth-háskólanum í Bournemouth í Bretlandi.

Þessa dagana er hún að setja upp sína eigin leiksýningu í Old Red Lion Theater í mars og okkur lék forvitni á að vita hvernig það kom til.

Sjá samtal við Hjördísi Nínu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert