Frjómælingar eru hafnar

Hægt verður að fylgjast með mælingunum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hægt verður að fylgjast með mælingunum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri og munu þær standa út september.

Hægt verður að fylgjast með mælingum á birki og grasfrjóum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Á vefsíðunni kemur fram að gott sé að nota mælingarnar sem viðmið um hvenær blómgun þessara tegunda er byrjuð eða vel á veg komin.

„Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, er farin að blómgast og á höfuðborgarsvæðinu má nú þegar sjá útsprungna rekla hanga á greinum. Með blómguninni fara frjókorn að dreifast út í andrúmsloftið og má búast við elrifrjókornum í lofti næstu daga og vikur ef veður fer hlýnandi,“ segir á vefsíðunni.

Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum því frjókorn birkis og elris hafa sömu ofnæmisvaka.

Birki er einn skæðasti ofnæmisvaldur á Norðurlöndunum en grasofnæmi er algengara hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert